Í síðustu viku kom hingað til Eyja dýpkunarskip Hagtaks, Pétur Mikli. Til stendur að dæla rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 daga.
Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir aðspurður um af hverju dýpkun var hætt fyrir helgi að þeir hafi ekki verið byrjaðir að dýpka.
„Þeir byrjuðu á að fylla í holur í höfninni fyrir helgi og fóru síðan í helgarfrí. Þeir eru núna að dýpka og nýta efni til að fylla í svæði innan hafnar. Í kjölfarið fara þeir í að moka lagnaskurð fyrir fráveitulagnir yfir höfnina. Að lokum munu þeir fara í að dýpka stærri svæði og losa samkvæmt losunarheimild.“ segir hann.
https://eyjar.net/hofnin-dypkud/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst