Dýpkað í kjölfar holufyllinga
Pétur Mikli í Vestmannaeyjahöfn fyrir helgi. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Í síðustu viku kom hingað til Eyja dýpkunarskip Hagtaks, Pétur Mikli. Til stendur að dæla rúmlega 45 þúsund rúmmetrum og var áætlað að það tæki um 12 daga.

Brynjar Ólafsson, framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir aðspurður um af hverju dýpkun var hætt fyrir helgi að þeir hafi ekki verið byrjaðir að dýpka.

„Þeir byrjuðu á að fylla í holur í höfninni fyrir helgi og fóru síðan í helgarfrí. Þeir eru núna að dýpka og nýta efni til að fylla í svæði innan hafnar. Í kjölfarið fara þeir í að moka lagnaskurð fyrir fráveitulagnir yfir höfnina. Að lokum munu þeir fara í að dýpka stærri svæði og losa samkvæmt losunarheimild.“ segir hann.

https://eyjar.net/hofnin-dypkud/

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.