Efnilegir krakkar í fótboltaskóla ÍBV
Einbeittar við æfingar. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Fótboltaskóli ÍBV í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og Ísfélagið var haldinn um hátíðarnar. Námskeiðin voru fyrir bæði stelpur og stráka og voru þetta krakkar frá 7. flokki og uppí 4. Flokk, eða á aldrinum 6 – 14 ára. Rúmlega 60 krakkar voru á seinna námskeiðinu og 50 krakkar á því fyrra.

Hjá þeim yngri var áhersla á hreyfifærni, grunnatriði knattspyrnunar í bland við leik og gleði, einnig var farið yfir  helstu hugtök líkt og vörn, sókn, dekka, bakka og svo framvegis.  Leikmenn mfl. ÍBV bæði karla og kvenna aðstoðuðu þjálfarana Guðmund Tómas, Trausta, Sísí Láru og Alex Frey að miðla þekkingu til krakkanna. Eyjafréttir ræddu við Trausta Hjaltason um hvernig til tókst.

Frábært að sjá hvað krakkarnir voru áhugasamir að læra

„Það var svo gaman að sjá hvað krakkarnir voru flottir, þau voru svo áhugasöm, stillt og prúð, þarna sá maður mikið af efniviði í fótbolta, metnaðarfullir krakkar sem eiga eftir að láta mikið af sér hveða í samfélaginu okkar sem leiðtogar hvort sem það er í íþróttum, atvinnulífinu eða lífinu almennt. Það reyndist vel að hafa Guðmund Tómas sem þekkir þessa krakka vel og er öllum hnútum kunnugur í þjálfun, Sísí Lára nær svo vel til krakkana og er sterk í mikilvægum æfingum líkt og hreyfiteygjum, Alex Freyr fyrirliði ÍBV setti upp margar góðar sendingaræfingar sem krakkarnir höfu gott og gaman af.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands leit við hjá þeim yngstu og var frábært að sjá hvað krakkarnir voru áhugasamir að læra. Hjá þeim eldri kom Elísa Viðarsdóttir landsliðskona í fótbolta, fyrirliði Vals og næringarfærðingur og hélt stuttan fyrirlestur um mikilvægi næringar og jákvætt hugarfar, þar gafst foreldrum og iðkendum færi á að spyrja og fræðast um þau atriði sem ber að hafa í huga til að halda sér heilbrigðum og líða vel. Það eru auðvitað algjör forréttindi fyrir ÍBV að eiga svona mikið af flottu fagfólki sem er tilbúið að gefa af sér til krakkana þegar leitað er til þeirra.

Það er svo mikilvægt að það sé haldið vel utanum þessa krakka, við megum illa við því að missa þau úr íþróttunum, eins eru sum þeirra að æfa mikið og jafnvel upp fyrir sig með eldri flokkum, það er vandmeðfarið og getur skipt sköpum að foreldrar og þjálfarar vinni það saman á skynsamlegu nótunum. Ég vil nota tækifærið og þakka leikmönnum, foreldrum og þjálfurum fyrir þátttökuna í þessum skemmtilega fótboltaskóla,, sagði Trausti.

Fleiri myndir frá námskeðinu má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.