Hermann Hreiðarsson, knattspyrnukappi, er í viðtali við helgarblað DV þessa helgina. Og eins og hans er von og vísa er hann bráðskemmtilegur og frásagnarglaður. Eins og allir atvinnumenn í fótbolta þarf hann að færa ýmsar fórnir. Ein af þeim er að sleppa Þjóðhátíð um hverja Verslunarmannahelgi því hún fer fram þegar mjög skammt er þangað til tímabilið hefst í enska boltanum.