Egill í Einarsstofu – Svaðilför í Surtsey og siglt um heimshöfin

Egill Egilsson og Heiðar bróðir hans verða með 11. sýninguna í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu kl. 13.00 á laugardaginn. „Ég er fæddur 23. nóvember 1947 og byrja því afmælisdaginn með því að sýna úrval af þeim myndum sem ég hef tekið í gegnum tíðina,“ segir Egill.

„Ég byrjaði að taka myndir á árunum 1962 til 1963 og fljótlega upplifði ég mesta ævintýri lífs míns og tækifæri til að taka eftirminnilegar myndir en það fór sem fór,“ segir Egill og vitnar þarna í mikla svaðilför sem hann fór með Kristjáni bróður sínum og Kristjáni Guðmundssyni.

Surtseyjargosið byrjaði 14. nóvember 1963 og fljótlega reis eyja úr sæ sem við í dag þekkjum sem Surtsey og er um 20 km suðvestur af Heimaey. Það freistaði þremenninganna að vera fyrstir Íslendinga til að stíga á land á þessum nýjasta meðlim í Vestmannaeyjafjölskyldunni sem er sú 15. og næst stærsta eyjan í dag.

Klikkaði á ljósopinu

Það var í desember 1963  sem þeir lögðu í hann,  gosið enn í fullum gangi og fleyið ekki merkilegt. „Þetta var 11 feta  plastbátur með utanborðsmótor og á honum siglt út í óvissuna í mesta skammdeginu. Engin björgunarbelti eða sími til að láta vita af ferðum okkar. En ferðin út gekk vel en við náðum því ekki að vera fyrstir til að stíga á land á hinni nýju eyju. Það voru Frakkar sem voru nokkrum dögum á undan okkur. En við komumst í land og eyjan skalf og nötraði undan átökum gossins. Það var stutt stopp en þegar við erum að fara drapst á mótornum vegna vikurs sem flaut á sjónum. Var það okkur til happs að Júlía VE var þarna og vorum við hífðir um borð í hana, báturinn og við þrír. Ef Júlía hefði ekki komið til bjargar er alveg eins víst að værum ennþá að dóla út við Surtsey,“ segir Egill sem myndaði grimmt í ferðinni.

„Það kom lítið út úr því og skammaði Palli Steingríms mig fyrir að vera með stillt á minnsta ljósop en ekki það mesta. Fyrir vikið var afraksturinn ekki mikill.“

Þarna voru þeir í kapphlaupi við stráka í Stýrimannaskólanum sem ætluðu á land í Surtsey undir forystu skólastjórans, Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar. „Þeir voru með Júlíu en voru rétt á eftir okkur í land í eynni. Það vildi svo ekki betur til hjá þeim en að báturinn hvolfdi en allt bjargaðist og allir komumst við heilir frá þessu.“

Komið víða við

Egill vann eitt sumar hjá Veiðafæragerð Vestmannaeyja. „Þar var ég með Kidda Manga, Gauja Manga, Ingu Magg og Marteini Trixa o.fl. og tók örfáar myndir þar. Ég var eitt sumar á Herjólfi gamla þegar siglt var til Reykjavíkur og hálfs mánaðarlega til Hornafjarðar. Ég á ekki margar myndir frá þeim tíma en nokkrar er ég með sem ég tók þegar ég var í siglingunum en mest eru þetta myndir héðan úr Eyjum.“

Egill segir þessar gömlu myndir alveg ómetanlegar. „Það var á árunum 1966 til 1967 sem ég fór í siglingar á norsku skipi og á ég nokkrar myndir sem ég tók vítt og breytt um heiminn. Við vorum saman, ég og Guðjón Ingi Ólafsson. Við sigldum frá Portúgal til Suður Ameríku, í gegnum Panamaskurðinn og yfir Kyrrahafið til Nýja Sjálands og Ástralíu og þaðan í gegnum Súesskurðinn. Mátti ekki miklu muna því nokkrum dögum seinna skall Sex daga stríðið á þar sem Ísrael og Egyptaland, Jórdanía og Sýrland tókust á. Um leið var Súesskurðinum lokað.“

Fyrsta myndavélin var Petrivél en í dag á hann Canon EOS, góð vél segir hann en ekki alveg nýjasta gerð. Svo er það síminn sem hann notar mikið. „Ég er alltaf að taka myndir af fjölskyldunni og því sem fyrir augu ber. Landslags- og veðurmyndir sem ég tek á morgunrúntinum. Einhverjar myndir eru af fólki en þær mættu vera fleiri. Ég ætla að vera með sýnishorn af þessu á sýningunni á laugardaginn. Það er víða komið við og þetta eru myndir sem ná yfir hátt í sex áratugi,“ segir Egill um sýninguna í Einarsstofu á laugardaginn sem hefst kl. 13:00.

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.