ÍBV tók á móti nágrönnum sínum í Selfossi í gær í leik í Pepsi Max-deild kvenna.
Þrátt fyrir nokkrar ágætis marktilraunir ÍBV í upphafi leiks voru það Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á 15. mínútu. Áfram sóttu Eyjakonur en inn vildi boltinn ekki og fór því svo að þetta var eina mark leiksins. Lokatölur því 0-1 Selfoss í vil.
Eyjastúlkur sitja því áfram í sjötta sæti með níu stig, tveimur meira en KR í því sjöunda.
Næsti leikur stelpnanna er þriðjudaginn 16. júlí þegar þær sækja Breiðablik heim.
„Við nýttum fyrri hálfleikinn mjög illa og við vorum bara ekki góðar, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik og heilt yfir ekki nægilega góðar í leiknum en við áttum að nýta fyrri hálfleikinn betur,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV í viðtali við mbl.is eftir leikinn í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst