Það verður einstakur viðburður í Höllinni í Vestmannaeyjum í kvöld þegar hin goðsagnakennda hljómsveit Mezzoforte stígur á svið og heldur sína fyrstu tónleika hér á landi í langan tíma. Sveitin hefur reglulega komið fram á ýmsum viðburðum hér á landi en langt er síðan sveitin hélt eiginlega tónleika. Í Eyjum hefur sveitin ekki spilað síðan snemma á níunda áratugnum og því sannkallaður hvalreki fyrir tónlistaunnendur og Eyjamenn alla að fá sveitina til Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst