Síðdegis í dag bættist við eitt staðfest smit og er heildarfjöldi staðfestra smita í Vestmannaeyjum því orðinn 105. Aðilinn var ekki í sóttkví en möguleg tengsl eru við þekkt smit. Þá hafa 92 náð bata og því aðeins 13 manns með virk smit. Sex eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og hafa þeir aldrei verið eins fáir. Samtals hafa um 700 Vestmannaeyingar farið í sóttkví frá upphafi í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu sýkingarinnar, sem er 16% allra Eyjamanna.
Sýnatökur vegna fyrirhugaðra mótefnamælinga eru hafnar hjá heilbrigðisstofnuninni og er fólk sem hefur lokið einangrun eða sóttkví og ekki fengið boð um rannsókn frá HSU beðið um að hafa samband á netfangið eyjaklukk@hsu.is og óska eftir sýnatöku. Til að fá sem besta mynd af stöðu mála er mikilvægt að fá góða þátttöku.
Samkomubann í Vestmannaeyjum byggir nú á því sama og annars staðar á landinu bæði hvað varðar almenna bannið miðað við 20 manns, 2 metra regluna og reglur um aðgreiningu í skólunum. Það eru tvær vikur þar til bannið verður rýmkað upp í 50 manns og skólahald fer fram með eðlilegum hætti. Nauðsynlegt er að aflétta hertum aðgerðum í skrefum og fylgjast vel með nýjum tilfellum samhliða til þess að koma megi í veg fyrir fjölda sýkinga eins og við urðum sannarlega fyrir barðinu á í mars.
Fólk er hvatt til þess að setja rakninga appið upp í símum sínum en það má nálgast á einfaldan hátt inni á covid.is Það hjálpar mikið við smitrakningu þegar upp koma smit.
Gætum að smitvörnum og hlúum hvert að öðru líkt og við höfum gert.
f.h. aðgerðastjórnar
Páley Borgþórsdóttir, aðgerðastjóri.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.