Er rétt að ítreka við ökumenn að það hvílir á þeim skylda að tilkynna um öll umferðaróhöpp og þá sérstaklega ef þeir valda tjóni á öðrum hlutum en þeirra eigin. �?ann 10. júní var tilkynnt um þjófnað á bifreið sem skilin hafði verið eftir í gangi fyrir utan bensínafgreiðslu Kletts. Fannst bifreiðin stuttu síðar á bifreiðaplaninu fyrir aftan Krónuna og var hún óskemmd. Vill lögregla beina þeim tilmælum til ökumanna að skilja bifreiðar sínar ekki eftir í gangi og ganga tryggilega frá þeim. Fólki dettur ýmislegt í hug í Vestmannaeyjum líka. Sama dag var tilkynnt um laust hross við Steinstaði. Var hrossinu komið í girðingu en laus hross geta valdið hættu á vegum. Einn ökumaður var kærður fyrir meinta ölvun við akstur í vikunni
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst