Í nótt var tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu og var rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Var þetta gert í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna.
Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna gekk vel að keyra dreifikerfið á varaafli í nótt. „Ekki þurfti að grípa til skerðinga og er framkvæmdinni hjá Landsnet lokið. Er nú unnið að því að koma rafmagni aftur á dreifikerfið um sæstrenginn,” segir hún í samtali við Eyjafréttir í morgunsárið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst