Enn eitt gosið er hafið á Reykjanesi og sem betur virðist Grindavík ekki vera í hættu. Eldgosið hófst rétt eftir sex í morgun og er milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Kvikuhlaup hófst kl. 5.30 í morgun með aukinni skjálftavirkni við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember. Var fyrirvari eldgoss því um hálf klukkustund. Ekki er gert ráð fyrir löngu gosi.
Eldgosið er á svipuðum stað og þegar eldgos hófst 18. desember. Er það því lengra frá Grindavík en eldgosið sem hófst 14. janúar. Áður en birti sást eldgosið vel frá Vestmannaeyjum eins og sést á þessari mynd sem Addi í London tók í morgun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst