Knattspyrnulið ÍBV hefur fengið til sín tvo nýja leikmenn, þá Viðar Örn Kjartansson og Elías Inga Árnason en báðir eru þeir framherjar. Báðir skrifa þeir undir tveggja ára samning hjá félaginu en Elías Ingi er 25 ára og kemur frá ÍR en Viðar Örn er 18 ára gamall Selfyssingur. Koma þeirra til félagsins er nauðsynlegur liður í að styrkja leikmannahópinn enda gæti farið svo að eini framherji liðsins, Atli Heimisson, verði seldur frá ÍBV á næstu vikum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst