Laugardaginn 21. ágúst næstkomandi fer Reykjavíkurmaraþonið fram. Hlauparar geta nú skráð sig hjá Íslandsbanka og hlaupið til styrktar góðu málefni. Ellefu hlauparar frá Eyjum hafa þegar skráð sig og styrkja um leið Íþróttafélagið Ægi, sem er íþróttafélag fatlaðra í Vestmannaeyjum. Hlaupararnir safna áheitum en auk þess greiðir Íslandsbanki hverju hlaupara 500 krónur fyrir hvern kílómetra sem hlaupinn er.