Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Elliði Snær Viðarsson. Mynd/HSÍ

Ísland mætir heimsmeisturum Danmerkur í kvöld í undanúrslitum EM karla í handbolta á þeirra heimavelli í Herning. Elliði Snær Viðarsson hefur átt góðu gengi að fagna á báðum endum vallarins á mótinu og segir hann lykilatriði til að vinna Danina sé að eiga frábæran leik bæði sóknar- og varnarlega. 

En hvað er það helst sem íslenska liðið þarf að stoppa í leik Danmerkur? 

„Í stuttu máli þurfum við að reyna að koma í veg fyrir hraðaupphlaupin og seinni bylgjuna,” segir hann.

Eyjamaðurinn hefur spilað sérstaklega vel í síðustu tveimur leikjum. Aðspurður að því hvort hann komi ekki fullur sjálfstraust inn í undanúrslitaleikinn segir hann ,,Jú, ég og allt liðið komum fullir sjálfstrausts inn í þennan leik. Það hafa allir átt sína góðu og slæmu kafla en við treystum á hvorn annan og að lokum er það breiddin í hópnum sem hefur skilað okkur hingað.”

Elliði hefur verið vaxandi á mótinu og segist hann vera ánægðastur með það hvað hann hefur bætt leik sinni mikið eftir því sem liðið hefur á mótið. 

Útlitið var heldur svart eftir leikinn gegn Sviss og flestir Íslendingar höfðu trú á að Evrópumótinu væri lokið hjá Íslandi. Spurður að því hvernig tilfinningin var þegar þetta var komið aftur í hendurnar á þeim segir Elliði ,,tilfinningin var alveg mögnuð, eftir ömurlega 6-7 tíma fengum við nýtt líf. Sem gaf okkur auka orku.”

Undanúrslitaleikur Íslands og Danmerkur fer fram í Herning, í Danmörku, í kvöld kl. 19:30. Þetta er í fyrsta sinn í 16 ár sem Íslands kemst í undanúrslit á stórmóti og mikið í húfi.

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.