Elliði í liði mánaðarins í þýsku úrvalsdeildinni
Elliði Snær Viðarsson

Elliði Snær Viðarsson hefur leikið einstaklega vel með Gummersbach á sínu fyrsta keppnistímabili á ferlinum í efstu deild þýska handknattleiksins. Segja má að Eyjamaðurinn hafi kórónað frábært keppnistímabil í leikjum með Gummersbach í maí og hreinlega farið á kostum.

Frammistaðan skilaði Elliða Snæ sæti úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir maímánuð. Þar af leiðandi stendur valið á milli hans og annarra sem í liðinu þegar kemur að vali á leikmanni mánaðarins í þýsku 1. deildinni en lesendur geta lagt Eyjamnninum lið í kjörinu á heimasíðu deildarkeppninni – hlekkur hér.

Aðeins þarf að smella á myndina af Elliða og slá talnarunu sem birtist á skjánum.

Elliði Snær skoraði ekki aðeins 21 mark í fjórum leikjum Gummersbach-liðsins í maí heldur var skotnýting hans 87,5% auk þess sem hann fór á kostum í vörninni en varnarleikur hefur löngum verið sérgrein Elliða Snæs sem er ljúka sínu þriðja keppnistímabili í Þýskalandi, þar af því fyrsta í efstu deild.
Handbolti.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.