Elliði Snær Viðarsson hefur leikið einstaklega vel með Gummersbach á sínu fyrsta keppnistímabili á ferlinum í efstu deild þýska handknattleiksins. Segja má að Eyjamaðurinn hafi kórónað frábært keppnistímabil í leikjum með Gummersbach í maí og hreinlega farið á kostum.
Frammistaðan skilaði Elliða Snæ sæti úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar fyrir maímánuð. Þar af leiðandi stendur valið á milli hans og annarra sem í liðinu þegar kemur að vali á leikmanni mánaðarins í þýsku 1. deildinni en lesendur geta lagt Eyjamnninum lið í kjörinu á heimasíðu deildarkeppninni – hlekkur hér.
Aðeins þarf að smella á myndina af Elliða og slá talnarunu sem birtist á skjánum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst