Handboltamaðurinn Elmar Erlingsson hefur samið við Nordhorn sem leikur í næstefstu deild í Þýskalandi.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Elmar hafi verið í lykilhlutverki hjá ÍBV síðustu ár og var til að mynda Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Elmar var einnig valinn besti leikmaður Olís deildarinnar samkvæmt hbstatz.
„Við hjá ÍBV erum ótrúlega stolt af þessu frábæra tækifæri sem Elmar er að fá. Við viljum þakka honum innilega fyrir frábæran tíma hjá ÍBV og óskum honum velfarnaðar og munum fylgjast vel með honum þar.“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst