Ákveðið hefur verð, að sýslumaðurinn í Vík sjái um útgáfu Lögbirtingarblaðsins og annist jafnframt veitingu leyfa fyrir rekstur útfararþjónustu. Einnig er ákveðið að að sýslumaðurinn á Hvolsvelli annist veitingu happdrættisleyfa.
Ákveðið hefur verið, að sýslumaðurinn á Sauðárkróki annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt sérstakri skipulagsskrá, sýslumaðurinn í Stykkishólmi haldi skrá um kaupmála fyrir landið allt, sýslumaðurinn í Búðardal annist veitingu leyfa til ættleiðingar og að sýslumaðurinn í Hafnarfirði annist löggildingu fasteigna-, fyrirtækja-, og skipasala, sýslumaðurinn á Hólmavík annist löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda.
Áður hafði ráðherra ákveðið, að Innheimtumiðstöð sekta- og sakarkostnaðar yrði hjá sýslumanninum á Blönduósi, málefni bótanefndar yrðu hjá sýslumanninum í Siglufirði og útgáfa vegabréfa hjá sýslumanninum í Keflavík. Sýslumaðurinn í Kópavogi annast meðferð gjafsóknarmála.
Um áramótin tekur gildi nýtt skipulag lögreglunnar í landinu, þar sem umdæmi munu stækka og eflast en lögreglustjórum fækka. Með þeim verkefnaflutningi sem nú hefur verið ákveðinn, og heimild er fyrir í nýsamþykktum lögum frá alþingi, er stefnt að því að efla starfsemi umræddra sýslumannsembætta að þessu leyti, á þessum tímamótum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hugar að flutningi fleiri verkefnum til sýslumannsembætta eftir því, sem tilefni gefast og lög heimila.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst