Embættin í Vík og Hvolsvelli fá verkefni til sín

Ákveðið hefur verð, að sýslumaðurinn í Vík sjái um útgáfu Lögbirtingarblaðsins og annist jafnframt veitingu leyfa fyrir rekstur útfararþjónustu. Einnig er ákveðið að að sýslumaðurinn á Hvolsvelli annist veitingu happdrættisleyfa.

Ákveðið hefur verið, að sýslumaðurinn á Sauðárkróki annist framkvæmd laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt sérstakri skipulagsskrá, sýslumaðurinn í Stykkishólmi haldi skrá um kaupmála fyrir landið allt, sýslumaðurinn í Búðardal annist veitingu leyfa til ættleiðingar og að sýslumaðurinn í Hafnarfirði annist löggildingu fasteigna-, fyrirtækja-, og skipasala, sýslumaðurinn á Hólmavík annist löggildingu dómtúlka og skjalaþýðenda.

Áður hafði ráðherra ákveðið, að Innheimtumiðstöð sekta- og sakarkostnaðar yrði hjá sýslumanninum á Blönduósi, málefni bótanefndar yrðu hjá sýslumanninum í Siglufirði og útgáfa vegabréfa hjá sýslumanninum í Keflavík. Sýslumaðurinn í Kópavogi annast meðferð gjafsóknarmála.

Um áramótin tekur gildi nýtt skipulag lögreglunnar í landinu, þar sem umdæmi munu stækka og eflast en lögreglustjórum fækka. Með þeim verkefnaflutningi sem nú hefur verið ákveðinn, og heimild er fyrir í nýsamþykktum lögum frá alþingi, er stefnt að því að efla starfsemi umræddra sýslumannsembætta að þessu leyti, á þessum tímamótum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hugar að flutningi fleiri verkefnum til sýslumannsembætta eftir því, sem tilefni gefast og lög heimila.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.