Þar sem enn er í gildi samkomubann vegna veiruógnar hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að fella niður hátíðarhöld í tilefni af sumardeginum fyrsta þann 23. apríl næst komandi. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar er fólk hvatt til að fagna deginum með fjölskyldu sinni eða þeim allra nánustu og virða fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst