Enginn alvarleg mál komu upp hjá lögreglunni í nótt
30. júlí, 2016
Nokkrir álagstímar mynduðust hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu engin alvarleg mál upp. Fjórir gistu fangageymslur í Vestmannaeyjum vegna ýmissa mála. Samráðshópur kemur saman í hádeginu þar sem staðan í löggæslumálum er metin en áætlað er að um tíu þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal í gærkvöldi.