Enn fellur aska í Eyjum. Laust eftir miðnætti færðist öskuskýið aftur yfir Heimaey úr austri og hefur askan fallið nokkuð stöðugt í alla nótt. Eyjamenn voru fljótir til þegar öskufallinu lauk um sjö í gærkvöldi og hófu hreinsunarstörf og mátt víða sjá eigendur húsa smúla húsin sín. Hreinsunarstarfið hefur hins vegar farið fyrir lítið þar sem askan hefur fallið í nótt.