Er búseta í Eyjum nauðsynleg?
9. október, 2014
Árangur knattspyrnuliðs ÍBV í karlaflokki verður að teljast undir væntingum. Vissulega er það árangur að ná að halda sér uppi meðal þeirra bestu, en tæpt stóð það og fæstir kátir. Ástæðan? Sigurður Ragnar fráfarandi þjálfari liðsins er í viðtali í Eyjafréttum í gær. �?ar kennir hann m.a. um að of litlum peningum sé eytt í knattspyrnuliðið okkar. �?að er örugglega nokkuð til í því. En fleira held ég að komi til, kannski er liðið ekki nógu gott. – En að þjálfari liðsins búi á fastalandinu og skreppi svo út í Eyjar til að taka nokkrar æfingar, fullur af samviskubiti yfir að fjölskyldan sé fjarri, og er svo farinn aftur á fastalandið við fyrsta tækifæri. �?etta er uppskrift að þeim árangri eða árangursleysi sem liðið hefur náð undanfarin ár. Slíkur þjálfari nær aldrei kontakt við samfélagið, skilur ekki kúltúrinn í bæjarfélaginu og er með hugann annarsstaðar. Slíkir þjálfarar hafa verið með liðið undanfarin ár, þarf vitnanna við. – Ef knattspyrnuforystan ætlar liðinu eitthvað lengra en undanfarin ár, þarf örugglega að fá liðsstyrk og meiri peninga, en það þarf líka þjálfara sem er tilbúinn að eiga heima í Eyjum. �?? Sjáið til dæmis muninn á knattspyrnuliðinu og handboltaliði ÍBV. Gunnar Magnússon og Arnar Pétursson, sem voru þjálfarar handboltaliðsins voru búsettur í Eyjum og þeirra fjölskyldur. Voru þátttakendur í samfélaginu, tóku þátt í gleði og sorgum bæjarbúa þegar svo bar undir, – og árangur handboltaliðsins kannski talandi dæmi, þótt fleira komi eflaust til.
Nýlega tók nýr forstjóri við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, sem nú er orðinn hluti af stærri einingu og er einn af stærri vinnustöðum bæjarfélagsins. �?essi nýi forstjóri ætlar að vera búsettur í Reykjavík, eftir því sem hún segir í viðtali í Eyjafréttum, – og væntanlega stýra þessum stóra vinnustað í gegnum síma og tölvu. Fjarstýra einni þýðingarmestu þjónustustofnun Vestmannaeyja með marga tugi starfsmanna. Slík stjórnun hefur aldrei leitt gott af sér, slíkri stjórnun skortir skilning og tilfinningu fyrir aðstæðum og þörfum bæjarbúa og starfsfólks. Við eigum eftir að heyra nauðsyn á hagræðingu; við eigum eftir að heyra að til að fá betri þjónustu þurfi að sameina smærri einingar í eina stóra¸að ekki séu til peningar; að Vestmannaeyjar séu bara hluti af stærra svæði og hafi engar sérþarfir. Reynslan sýnir að hagræðing og sparnaður bitnar alltaf verst á þeim sem eru fjærst stjórnsýslunni. Bæjarstjórinn á Ísafirði orðaði þessa endalausu baráttu á landsbyggðinni með þessum orðum: �??Ef við náum einhverjum störfum eða verkefnum til okkar, hefst strax barátta við að halda í þau. Að kvöldi er búið að strika mest allt út vegna hagræðingar. Næsta dag hefst sama stríðið. Hér er komið með starfsstöð, svo kemur krafa um hallalaus fjárlög og niðurskurð. Og þá er kannski fyrir þann sem mannaforráðin hefur, auðveldara að segja upp manni fyrir vestan en þeim sem situr í næsta herbergi.
�??�?g spái því að þessi fjarstýring á heilbrigðisstofnuninni í Eyjum verði endalok þeirrar heilbrigðisþjónustu sem við höfum lengst af búið við.
Gísli Valtýsson

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst