Erfitt veður til veiða
Mynd/ Arnar Berg Arnarsson

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu í gær. Fram kemur á vef Síldarvinnslunnar að Vestmannaey hafi verið með 70 tonn og Bergur með 50 tonn af blönduðum afla. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að veður hafi gert mönnum erfitt fyrir. „Veðrið var leiðinlegt, þetta var einfaldlega vetrarveður sem stríddi okkur töluvert. Við byrjuðum túrinn í karfa á Sneiðinni og á milli Gjáa en veiðin þar var heldur róleg. Síðan var endað á Pétursey og Vík í þorski og ýsu. Túrinn tók tæplega þrjá sólarhringa. Við reiknum með að halda til veiða á ný strax að löndun lokinni eða í hádeginu í dag,“ segir Ragnar.

Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey tók undir með Ragnari hvað veðrið varðaði. „Veðrið var hundleiðinlegt í veiðiferðinni. Á laugardag var austan 20 – 25 metrar og síðan fór hann í rúmlega 31 metra um kvöldið. Þetta er fullmikið fyrir okkur. Annars var túrinn kvótavænn, en í honum fékkst blandaður afli. Mest var veitt af löngu. Að þessu sinni var verið að á Selvogsbanka, Háadýpi og Vík. Við komum inn í gærkvöldi en það var landað í morgun og haldið til veiða strax að löndun lokinni klukkan átta í morgun,“ segir Egill Guðni.

Nýjustu fréttir

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.