Veiðar á Íslandssíldinni ganga vel þrátt fyrir rysjótta tíð. Í allt eru komin á land í Vestmannaeyjum milli 8000 og 9000 tonn sem er rétt rúmur helmingur aflaheimilda Eyjaflotans. Allt er fer til manneldis og er unnið á vöktum allan sólarhringinn bæði í Ísfélagi og Vinnslustöð.