Fjórtánda Íslenska sjávarútvegssýningin stendur nú yfir í Smáranum og er þetta sérstök afmælissýning enda eru nú fjörutíu ár síðan IceFish var fyrst haldin. Eyjafréttir eru á staðnum eins í Laugardalshöll fyrir tveimur árum. Sýningin var fyrst haldin árið 1984 og hefur þróast í fjölbreytta vöru- og þjónustusýningu sem tekur á öllum þáttum atvinnugreinarinnar.
Á sýningunni má meðal annars sjá nýjustu tæki, búnað og þjónustu sem sjávarútveginum býðst, allt frá fiskileit, veiði, vinnslu og pökkun, til markaðssetningar og dreifingar fullunnar vöru.
Fyrirtækjastefnumót verður í boði á sýningunni en þau hafa notið vinsælda á undanförnum sýningum og það er von okkar að árangurinn verið áfram góður. Þátttakendur hafa myndað ný og öflug viðskiptatengsl og kannað ný markaðstækifæri. Á síðustu sýningum hafa að meðaltali yfir 90 þátttakendur frá 24 löndum tekið þátt á yfir hundrað fundum.
Nánari upplýsingar á vef EEN á Íslandi
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst