Eyjafréttir i dag og stútfullar af efni

Sjöunda tölublaði Eyjafrétta þetta árið er dreift í dag og er að venju fjölbreytt að efni. Eðlilega fá fermingar framundan mikið pláss enda stór stund bæði hjá börnum og fjölskyldum þeirra.

Hörður í Þekkingarsetrinu heldur áfram í rauðátuverkefninu sem gæti orðið mikið ævintýri. Leikfélagið frumsýnir Rocky Horror á morgun og þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.

Gunnar Heiðar og Einsi Kaldi vinna að athyglisverðri matarþróun í Vinnslustöðinni og við komumst að því að saltfiskur er ekki bara saltfiskur. Helgi Valdimarsson, sem verður 75 ára á árinu brá sér á loðnu eftir fimm ára hlé. Stelpurnar okkar í ÍBV eru komnar með tvo bikara af þremur og strákarnir á Dala Rafni studdu Krabbavörn með krobbamyndum á heimsmælikvarða.

Fótboltinn er að hefjast og er kynning á karlaliði ÍBV í Bestu deildinni sem heimsækir Val á útivelli á mánudaginn, 10. apríl.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.