Eyjafréttum dreift í dag
Ómar og Eygló hjá Eyjafréttum

„Það var pínulítið óvænt og hröð atburðarás sem gerði það að verkum að nú eru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn Eyjafrétta. Í okkur mætast annars vegar margra ára reynsla og traust handtök og hins vegar fersk augu og nýjar hugmyndir. Þessar breytingar áttu sér stað í lok maí og settu útgáfu síðasta blaðs úr skorðum,“ segir í greinarkorni sem Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta og Eygló Egilsdóttir, ritstjóri eyjafrettir.is skrifa í blað Eyjafrétta sem verður dreift í dag, 8. júní.

Þetta er þeirra fyrsta blað og er 28 síður að stærð og helgað sjómannadeginum að nokkru leyti. „Við tökum við góðu búi og stefnum á að gera traustan miðil, enn betri. Afrakstur okkar fyrsta samstarfs má sjá á þessum síðum sem við sendum frá okkur með stolti og mikilli tilhlökkun yfir framhaldinu,“ segja þau.

Blaðið er fjölbreytt að efni og verður dreift í búðir og til blaðburðarbarna fyrir hádegi. Hægt er að nálgast blaðið í lausasölu hjá Krónunni, Kletti, Tvistinum og Skýlinu.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.