„Það var pínulítið óvænt og hröð atburðarás sem gerði það að verkum að nú eru kynntir til leiks tveir nýir starfsmenn Eyjafrétta. Í okkur mætast annars vegar margra ára reynsla og traust handtök og hins vegar fersk augu og nýjar hugmyndir. Þessar breytingar áttu sér stað í lok maí og settu útgáfu síðasta blaðs úr skorðum,“ segir í greinarkorni sem Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta og Eygló Egilsdóttir, ritstjóri eyjafrettir.is skrifa í blað Eyjafrétta sem verður dreift í dag, 8. júní.
Þetta er þeirra fyrsta blað og er 28 síður að stærð og helgað sjómannadeginum að nokkru leyti. „Við tökum við góðu búi og stefnum á að gera traustan miðil, enn betri. Afrakstur okkar fyrsta samstarfs má sjá á þessum síðum sem við sendum frá okkur með stolti og mikilli tilhlökkun yfir framhaldinu,“ segja þau.
Blaðið er fjölbreytt að efni og verður dreift í búðir og til blaðburðarbarna fyrir hádegi. Hægt er að nálgast blaðið í lausasölu hjá Krónunni, Kletti, Tvistinum og Skýlinu.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.