Kvennalið ÍBV vann nauman 3-4 sigur á KR þegar liðin mættust í Vesturbænum í 13. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Var þetta eini leikurinn á dagskrá í Lengjudeild kvenna þar sem þetta var frestaður leikur.
ÍBV byrjaði leikinn heldur betur vel en staðan var orðin 0-3 eftir tíu mínútna leik. Það var Olga Sevcova sem gerði sér lítið fyrir og setti þrennu á 2., 5., og 10. mínútu leiksins. Makayla Soll minnkaði muninn fyrir KR á 22. mínútu en Allison Lowrey jók aftur forystuna fyrir ÍBV á 39. mínútu. Staðan því 1-4 í hálfleik.
KR komu af krafti í síðari háfleikinn og náðu að minnka muninn í 3-4 með mörkum frá Kötlu Guðmundsdóttur á 53. og 72. mínútu leiksins. Nær komust KR ekki og því enn einn sigur ÍBV í höfn sem eru nú komnar með 37 stig á toppnum eða sex stigum meira en HK sem er í 2. sæti deildarinnar. KR situr í 5. sæti með 22 stig.
Næsti leikur ÍBV er fimmtudaginn 14. ágúst gegn Keflavík kl. 18.00. Leikurinn fer fram á HS Orku vellinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst