Eyjalistinn hræðist ekki að bjóða betri þjónustu 

Ég hlustaði á útvarpsþátt í gær þar sem tveir oddvitar og einn frambjóðandi flokkanna sem bjóða sig fram í Vestmannaeyjum ræddu saman. Þar talaði oddviti Sjálfstæðisflokksins um það að þeim fannst meirihlutinn hafa forgangsraðað öðruvísi en þau hefðu gert á kjörtímabilinu. Það var þá sem ég hugsaði hvað það var nú gott að Eyjalistinn var í meirihluta þessi 4 ár. Því ef minnihlutinn hefði fengið að ráða þá er ég hrædd um að lítið hefði verið bætt í þjónustu bæjarins. Ætli það hefði nokkuð verið boðið upp á heilsueflingu fyrir 65 ára og eldri? Ætli starf fjölmenningarfulltrúans hefði nokkuð orðið að veruleika? Þar sem þeim fannst á þeim tíma við bara geta bætt því verkefni á aðra starfsmenn bæjarins. Ætli íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsfulltrúinn hefði verið endurvakinn? Haldið þið að það hefði verið bætt í stoðþjónustu grunnskólans? Haldið þið að það hefði verið sett aukafjármagn í skólana til þess að hefja innleiðingu á tækninni? Ætli minnihlutinn hefði gert upp alla þessa leikvelli sem þeir voru búnir að útrýma á árum áður? Þetta og svo ótal margt fleira var bætt í á þessum 4 árum. Ég vil samt að það komi fram að  með þessum vangaveltum mínum er ég ekki að meina að minnihlutinn hafi verið á móti þegar kom að því að taka þessar ákvarðanir en eftir að hafa hlustað á oddvita Sjálfstæðisflokksins í gær þá er ég fullviss um að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið í meirihluta þá hefðu þeir aldrei haft frumkvæði af þessari þjónustuaukningu hjá bænum af því að þeir hefðu forgangsraðað öðruvísi og safnað peningunum á bók. 

 

Við þorðum að bjóða betur og munum halda því áfram ! 

 

Helga Jóhanna Harðardóttir 

  1. sæti Eyjalistans

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.