Eyjamaður verður yfirþjálfari Vals
hallgrimur_heimis_valur
Hallgrímur Heimisson. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnufélagið Valur hefur ráðið Hallgrím Heimisson yfirþjálfara barna- og unglingastarfs í fótbolta hjá félaginu.

Hallgrímur er 28 ára Vestmannaeyingur. Hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Val auk þess sem hann er aðstoðarmaður Péturs Péturssonar hjá meistaraflokki kvenna.

Þrátt fyrir ungan aldur er Hallgrímur sprenglærður þjálfari með BSc gráðu í íþróttafræði, mastersgráðu í íþróttavísindum og þjálfun auk mastersgráðu í heilsufræði og kennslu.

Haft er eftir Styrmi Þór Bragasyni framkvæmdastjóra Vals á íþróttavefnum 433. is að Hallgrímur sé einn sá efnilegasti í dag og ljóst að þetta er mikill fengur fyrir félagið.

„Hann er vel skólaður í þessum fræðum með tvær mastersgráður og hefur komið inn til okkar af miklum krafti. Það er alveg ljóst hvert verkefnið hjá okkur er. Það mun fjölga gríðarlega í hverfinu hér á næstu árum og í dag eigum við aðeins einn uppalinn leikmann í Bestu deild karla. Þessu ætlum við að breyta og ráðning Hallgríms er liður í því,“ segir Styrmir Þór í samtali við 433.

 

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.