Björgunarfélag Vestmannaeyja stendur á tímamótum nú þegar nýr og öflugari björgunarbátur er kominn í heimahöfn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélgs Vestmannaeyja er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Fullt nafn: Arnór Arnórsson
Fjölskylda: Giftur Hildi Björk og eigum saman tvo drengi Bjarka Pál og Arnór Pál.
Hefur þú alltaf búið í Eyjum: Nei ég bjó í Kópavogi í tvö ár á meðan ég var í skóla í borginni.
Mottó: Þú ert ekki tré. Ekki gera í dag það sem þú getur gert á morgun.
Síðasta hámhorfið: Stranger Things, vorum að klára það.
Uppáhalds hlaðvarp? Draugar fortíðar.
Aðaláhugamál: Fjölskyldan, ferðalög erlendis og bjór.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Tannbursta og kaffi.
Hvað óttast þú mest: Að missa af einhverju.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Country, KK, Ljótu Hálfvitarnir
Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Ekki hætta að læra. Taktu öll þau námsskeið sem þér bjóðast og aldrei segja nei ef einhver stingur upp á utanlandsferð.
Hvað er velgengni fyrir þér: Eiga fjölskyldu og vini sem styðja við þig, hafa skjól yfir höfuðið og mat fyrir fjölskylduna.
Hvað hefur þú verið lengi í Björgunarfélaginu? Síðan 2005
Hverju breytir þetta nýja skip fyrir ykkur? Fyrst og fremst öryggi sjálfboðaliðans og aðbúnaðurinn um borð. Gamla skipið hefur skilað sínu en höndlar ekki orðið álagið í útköllum.
Hvernig hefur fjármögnun gengið? Fjármögnunin hefur ekki gengið eins vel og við vonuðumst eftir. Vestmannaeyjabær hefur algjörlega bjargað okkur en okkur vantar enn 35 milljónir upp í okkar hlut í skipinu. Sjóvá kom sterkt inn í þetta með SL en það borgaði Landsbjargarpartinn nánast í þrjú skip. Þetta er náttúrulega landsdekkandi verkefni og er þetta bara fyrsta skip af vonandi 13. Við lögðum upp í þetta verkefni með því hugarfari að þetta myndi ekki hafa áhrif á annan rekstur félagins hjá okkur og við vonum að við náum að halda því þannig.
Hvað verður um gamla bátinn? Hann fer á sölu fljótlega. Við þekkjum vel inn á hann og viljum hafa hann hjá okkur á meðan við lærum á nýja skipið.
Eitthvað að lokum? Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt okkur lið í þessu verkefni okkar og tóku þátt í móttökuathöfninni með okkur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.