Í kvöld klukkan 18:00 verður einn mikilvægasti leikur Pepsídeildarinnar þegar ÍBV sækir KR heim í Frostaskjólið. KR-ingar eru á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á ÍBV sem er í öðru sæti. KR-ingar eiga auk þess leik inni á ÍBV og tvö leiki á flest önnur lið. Þeir eru því í bestu stöðunni á toppnum en Eyjamenn geta, með sigri, blandað sér af fullri alvöru í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Í raun og veru er staðan þannig að ef Eyjamenn vinna þá sjö leiki sem eftir eru, þá verða þeir Íslandsmeistarar.