Anton Sigurðsson tekur við styrknum frá Ragnheiði Perlu Hjaltadóttur, formanni Eyverja.
Í gær mættu Eyverjar færandi hendi á boccia æfingu hjá Íþróttafélaginu Ægi. Þar afhenti Ragnheiður Perla Hjaltadóttir, formaður Eyverja, 150.000 kr. sem var ágóðinn af góðgerðaruppistandi sem Eyverjar héldu á Háaloftinu um síðustu helgi.
Það var Anton Sigurðsson félagsmaður í Ægi sem tók við styrknum.