Skipverjar á Brynjólfi VE komu færandi hendi með töskukrabba (Cancer pagurus) til Sea life trust eftir hádegi í dag. Krabbann fengu þeir í troll suður af Vestmannaeyjum. Töskukrabbi er rauðbrúnn á lit með hringlaga skjöld og klærnar eru með svarta enda. Krabbinn getur orðið 25 cm í þvermál og vegið allt að 3 kíló. Töskukrabbi er eftirsótt matvara víða í Evrópu en hann er veiddur sunnar í álfunni.
Audrey Padgett forstöðukona safnsins segir það skemmtilegt að fá sendingar sem þessar en biður sjófarendur og aðra sem veiða áhugaverð dýr að hafa samband við safnið, eins og gert var í þessu tilfelli. „Það er mikilvægt að við höfum aðstöðu og pláss til að taka á móti sendingum sem þessum áður en þær koma til okkar,“ sagði Audrey.
Krabbanum var komið fyrir í einangrun eins og reglur safnsins gera ráð fyrir en reiknað er með að hann verði til sýnis innan fárra vikna.






















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.