Sunnlenska is skýrir frá því á vefsíðu sinni, að margir ferðamenn hafi gripið í tómt, þegar þeir komu til Þorlákshafnar á leið til Eyja. Þar var enginn Herjólfur og engar merkingar á bryggjunni sem vísa ferðamönnum yfir í Landeyjahöfn. Í sumum tilvikum hefur það komið fyrir að ferðamenn sem koma að austan, úr Norrænu á Seyðisfirði, aki framhjá Landeyjahöfn til Þorlákshafnar og bíði þar.