Á laugardaginn lauk Shellmótinu en í fyrsta sinn lauk mótinu á laugardegi en ekki sunnudegi eins og verið hefur til þessa. Mótið var í alla staði mjög vel heppnað enda einmuna veðurblíða á meðan mótinu stóð. Auk þess að stytta mótið um einn dag voru gerðar fleiri breytingar á Shellmótinu í ár, m.a. á leikjafyrirkomulaginu sem miðuðu að því að gera jafningjaleiki enn fleiri en áður. Svo virðist sem breytingin hafi fallið í góðan jarðveg og bendir allt til þess að núverandi fyrirkomulag sé komið til að vera.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst