Sumarstúlka Vestmannaeyja verður valin laugardagskvöldið 21. júní í Höllinni sem stendur að keppninni ásamt Fréttum. Að þessu sinni taka fimmtán stórglæsilegar stúlkur þátt en keppninni sem nú er nú haldin í 22. skiptið. Að venju verður í boði glæsilegur matseðill sem kemur frá Einsa kalda, veisluþjónustu þar sem Einar Björn ræður ríkjum. Ýmis skemmtiatriði verða á dagskránni eins og alltaf og geta gestir vænst þess að eiga skemmtilegt kvöld í Höllinni þann 21. þessa mánaðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst