Finnur Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson, leikmenn ÍBV taka báðir út leikbann í síðustu umferð Íslandsmótsins þegar ÍBV sækir Keflavík heim. Eyjamenn eiga enn möguleika á Íslandsmeistaratitli en verða að treysta á að Breiðablik misstígi sig þar sem stigi munar á liðunum. Ekkert nema sigur kemur til greina þar sem Breiðablik er með mun hagstæðara markahlutfall.