Á föstudag valt bifreið á Biskupstungnabraut við �?ingvallaveg. �?kumaður var einn í bifreiðinni og hlaut háls- og bakáverka.
Um kl. 22:00 á laugardag valt bifreið á Sólheimavegi skammt frá Kringlu. �?kumaður slasaðist talsvert og var fluttur með þyrlu á slysadeild Landsspítala. Maðurinn var einn í bifreiðinni. Talið er að bifreiðin hafi farið margar veltur eftir að ökumaðurinn hafði misst stjórn á bifreiðinni.Bifreiðin var mikið skemmd og var fjarlægð með kranabifreið.
Í gærkvöldi um klukkan átta barst tilkynning um vílveltu á Biskupstungnabraut við Laugardalshóla. �?kumaður, sem var einn í bifreið sinni, missti stjórn á bifreiðinni þegar hann lenti í rás í hægri vegkantinum með þeim afleiðingum að bifreiðin valt.Bifreiðin staðnæmdist um 44 metra fyrir utan veg. �?kumaðurinn slasaðist og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landsspítala
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og einn þeirra jafnframt grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna. Í vikunni voru 74 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst