Vestmanneyingar standa í lítilli þökk við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, sem í síðustu ríkisstjórn hafði stuttan stans í fjármálaráðuneytinu. Í Vestmannaeyjum er hennar helst minnst fyrir að vilja koma Vestmannaeyjum öllum utan smá skika á Heimaey í ríkiseigu.
Þeir hjuggu í sama knérunn sem fjármálaráðherrar, Sigurður Ingi, þingmaður Suðurlands og Bjarni Benediktsson. „Og áfram skal haldið að hálfu ríkisins,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á Fébókarsíðu sinni og nú er það Daði Már Kristófersson, nýr fjármálaráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur sem hefur tekið við keflinu. Bréf frá lögfræðistofu á síðu óbyggðanefndar staðfestir þetta en það hefur enn ekki borist bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum.
„Á kortinu sést í dökkbláum lit það sem fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins er enn að gera kröfu um, það eru að allar úteyjar Vestmannaeyja verði eign ríkisins og gerðar að þjóðlendum,“ segir Íris. „Ríkið er reyndar hætt við Heimaklett og brekkurnar í Herjólfsdal. En það hlýtur að vera hægt að verja fjármunum ríkisins í þarfari verkefni? Hver er tilgangurinn?“ spyr Íris og er hægt að taka undið þau orð.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst