Fjórir bræður heiðraðir á sjómannadaginn
Sjómannadagur í björtu og góðu veðri.

Einn af hápunktum sjómannadagshátíðarinnar er þegar sjómenn eru heiðraðir af stéttarfélögunum, Sjómannafélaginu Jötni, Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðandi og Vélstjórafélaginu við hátíðarhöldin á Stakkagerðistúni.

Það kom í hlut Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambandsins og fyrrverandi formanns Jötuns að afhenda viðurkenningarnar. Sigurður Sveinsson var heiðraður af Jötni, Hjálmar Guðmundsson af Vélstjórafélaginu og fjórir synir Óskars Matthíassonar á Leó og Þóru Sigurjónsdóttur konu hans voru heiðraðir af Verðanda, þeir Matthías, Sigurjón, Kristján og Leó, skipstjórar og útgerðarmenn. Þá heiðraði sjómannadagsráð Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir áralanga aðstoð og störf með ráðinu.

Á myndinni eru Valmundur, Sigurður, Hjálmar, Jóhanna, Matthías, Sigurjón, Kristján og Leó.

 

Fjölmenni var á Stakkó í björtu og fallegu veðri á Sjómannadaginn

Nýjustu fréttir

Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir
Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.