Fleiri þurfa fjárhagsaðstoð
yfir_bae_fra_klifi
Vestmannaeyjabær. Eyjar.net/Tryggvi Már

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja lagði umsjónarfélagsráðgjafi fram yfirlit yfir umfang fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023.

Fram kemur að fjöldi einstaklinga og fjölskyldna sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2023 er hærri en ári áður. Hluti af fjölguninni er m.a. tilkoma flóttafólks sem Vestmannaeyjabær tók á móti á árinu 2023.

Einnig eru fleiri langtímanotendur fjárhagsaðstoðar nú en t.d. árið 2022 og skýrist það m.a. af biðtíma einstaklinga eftir öðrum úrræðum eða þjónustu, á það sérstaklega við um þá einstaklinga sem eru óvinnufærir. Starfsmenn félagsþjónustu skynja einnig meiri þörf nú en áður á fjárhagslegri aðstoð til barnafjölskyldna og hefur sá liður hækkað talsvert.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.