Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja lagði umsjónarfélagsráðgjafi fram yfirlit yfir umfang fjárhagsaðstoðar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023.
Fram kemur að fjöldi einstaklinga og fjölskyldna sem fengu fjárhagsaðstoð árið 2023 er hærri en ári áður. Hluti af fjölguninni er m.a. tilkoma flóttafólks sem Vestmannaeyjabær tók á móti á árinu 2023.
Einnig eru fleiri langtímanotendur fjárhagsaðstoðar nú en t.d. árið 2022 og skýrist það m.a. af biðtíma einstaklinga eftir öðrum úrræðum eða þjónustu, á það sérstaklega við um þá einstaklinga sem eru óvinnufærir. Starfsmenn félagsþjónustu skynja einnig meiri þörf nú en áður á fjárhagslegri aðstoð til barnafjölskyldna og hefur sá liður hækkað talsvert.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst