Flokkur fólksins stærstur í Suðurkjördæmi
Asta Loa OPF DSC 2993
Ásthildur Lóa Þórsdóttir leiðir lista Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Myndin er tekin á framboðsfundi í Eyjum sl. miðvikudag. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Flokkur fólksins hefur mesta fylgið í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun Gallup sem RÚV greindi frá fyrr í dag. Eyjafréttir hefur fengið gögn frá RÚV um mælingar niður á kjördæmin og þar kemur í ljós að 18,8% kjósenda í Suðurkjördæmi hyggjast kjósa Flokk fólksins.

Næstur á eftir honum er Sjálfstæðisflokkurinn með 18,1%. Með þriðja mesta fylgið mælist svo Samfylkingin með 16%. Þessir þrír flokkar fengju allir tvo þingmenn.  ​Viðreisn mælist með 13,9%, Miðflokkurinn er með 13,3% og Framsókn er með 8,8%. Þessir þrír flokkar eru samkvæmt þessu með einn mann inni hver.

Sósíalistar mælast með 4,1%, Lýðræðisflokkurinn 2,5% og VG er með 2,4%. Píratar eru með slétt 2%. Könnunin var gerð dagana 1. – 14. nóvember og liggja 308 svör að baki í Suðurkjördæmi.

Nánar má lesa um könnunina á landsvísu hér.

 

 

Nýjustu fréttir

Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.