Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]
Segja verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu

Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum. Því er skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar […]
World Class kemur til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 9. apríl síðastliðinn var farið yfir innsendar umsóknir vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktar við íþróttamiðstöðina og þær metnar út frá fyrirfram ákveðnu matsblaði. Niðurstaða matsins var sú að umsókn frá Laugum ehf/Í toppformi ehf (World Class) hlaut hærri einkunn en umsókn óstofnaðs hlutafélags Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar […]
Að rekstrarskilyrði Reykjavíkurflugvallar verði tryggð

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á miðvikudaginn síðastliðinn fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir ályktun sem samþykkt var á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. mars. sl. Ályktunin hljóðar svo: ,,Landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga leggur ríka áherslu á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar fyrir flugsamgöngur landsmanna, sérstaklega í ljósi hlutverks hans í sjúkraflugi og öryggi fólks sem þarf á bráðri heilbrigðisþjónustu […]
Hæsti lottópottur sögunnar !

Lottópotturinn síðasta laugardag var sjöfaldur og voru rétt tæpar 160 milljónir í pottinum sem er nýtt met. Rúmlega 20 þúsund manns fengu vinning í útdrættinum en tvær konur, báðar í kringum fertugt, voru þó heppnastar allra þar sem þær voru með allar fimm tölurnar réttar og skiptu því fyrsta vinningi á milli sín. Fengu þær […]
Æfingin þótti heppnast mjög vel

Flugslysaæfing var haldin á Vestmannaeyjaflugvelli síðastliðin fimmtudag. Þar átti flugvél með 22 um borð að hafa hlekst á í lendingu með þeim afleiðingum að margir slösuðust og eldar kviknuðu víða. Fjallað er um æfinguna á vefsíðu HSU. Mjög góð þátttaka var á æfingunni og á fræðslu dagana á undan. Alls tóku þátt 50 starfsmenn HSU, […]
Miðstöðin byggir á traustum grunni

Miðstöðin er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað af Sigurvin Marinó Jónssyni árið 1940, en fyrstu 10 árin var fyrirtækið rekið undir hans nafni. Árið 1950 fékk fyrirtækið nafnið Miðstöðin. Miðstöðin byrjaði sem pípulagningafyrirtæki og var til húsa að Faxastíg 25 með verkstæði. 1959 flytur Miðstöðin yfir götuna að Faxastíg 26 og bætir þá hreinlætistækjum og flísum […]
Ók á kyrrstæða bifreið

Í morgun var umferðaróhapp á Birkihlíð. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum virðist sem ökumaður missi stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnar á kyrrstæðri bifreið. Hann segir bæði ökutæki mikið skemmd eftir óhappið. „Engin slys á fólki og ástand ökumanns til rannsóknar ásamt tildrögum.” (meira…)
Minnisvarðinn á Skansinum: Síðasta platan endurgerð

Minnisvarðinn sem Sjómannadagsráð, fyrir atbeina Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kom upp á Skansinum er veglegur bautasteinn reistur sjómönnum. Því miður var villa í einu nafnanna á síðustu plötunni og bent hefur verið á fáein nöfn sem þar ættu að vera með á listanum. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum og því verður síðasta platan endurgerð með […]
Fjölbreytt úrval og persónuleg þjónusta

„Ég tók við sem rekstrarstjóri fyrstu vikuna í maí á síðasta ári. Ég kom úr Krónunni, þar sem ég hóf störf sem verslunarstjóri árið 2019. Þar áður rak ég Skýlið ásamt móður minni, Svanhildi Guðlaugsdóttur, í sex ár. Ég starfaði einnig oft hjá henni öll árin sem hún rak Skýlið,“ segir Ólafur Björgvin Jóhannesson, rekstrarstjóri […]