Baðlón við Skansinn skrefi nær veruleika

K94A2071

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 vegna fyrirhugaðra áforma um baðlón og hótel á Skanshöfða. Jafnframt var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Skipulagsáformin voru auglýst samkvæmt skipulagslögum á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Fram kemur í fundargerð að […]

Álfsnes þarf í slipp

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. […]

Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]

Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]

Fasteignafélag fékk ekki bætur vegna meintra galla á húsi í Eyjum

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað Landsbankann hf. af kröfu Fundar fasteignafélags ehf., sem krafðist rúmlega 7,2 milljóna króna í bætur vegna meintra galla á fasteign við Hásteinsveg 6 í Vestmannaeyjum. Fundur fasteignafélag, sem sérhæfir sig í kaupum og rekstri fasteigna, keypti húsið af bankanum í júní 2021. Fljótlega eftir afhendingu taldi félagið sig hafa orðið vart […]

Andlitsblindur

MyndGJÁ

Það er vinalegt í Vestmannaeyjabæ. Haustið er komið og rútínan komin í fullan gang. Kótilettukvöldið í Höllinni, Lundaballið og Þorlákshöfn. Allt eins og það á að vera. Ég hef nú þegar náð að lifa af fjóra vetra í Eyjum og get með sanni sagt að það er ekkert leiðinlegt við veturinn í Vestmannaeyjum. Samfélagið hreinlega […]

Vara við áhrifum fjárlagafrumvarps á heimili og velferðarkerfi

Althingishus Tms Cr 2

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi komandi árs. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn ASÍ um frumvarpið, þar sem sambandið lýsir áhyggjum af áhrifum aðgerðanna á heimili landsins og velferðarkerfið í heild. Niðurskurður bitnar á veikustu hópunum Í umsögninni er vakin athygli á svonefndum „hagræðingaraðgerðum“ […]

Hrekkjavakan nálgast

Hrekkjavakan nálgast óðum og margir farnir að huga að skreytingum og búningum. Hrekkjavakan verður haldin að þessu sinni þann 31. október á milli kl. 18-20. Þá munu krakkar ganga á milli húsa og safna nammi. Sérstakur Facebook-hópur hefur verið stofnaður þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um hrekkjavökuna, deila hugmyndum, spyrja spurninga […]

Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu.  Uppsetning heimila nú innifalin  „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]

Innilauginni lokað vegna viðhalds

Sundlaug Opf 20250320 203232

Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar. Þetta segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að reiknað sé með að framkvæmdir taki um sex vikur og er stefnt að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.