Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]

Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?

Eyjafréttir/Eyjar.net: Ómar Garðarsson

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót. Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að […]

Ítreka kröfu um aukið fjármagn til hafna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar tekur heilshugar undir áskoranir Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) og Hafnasambands Íslands um aukið fjármagn til hafnaruppbyggingar og kallar eftir því að ríkið tryggi Vestmannaeyjahöfn nauðsynlegt fjármagn til að mæta framtíðaráskorunum. Þetta kom fram á fundi ráðsins þar sem hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri […]

Tunglið, tunglið taktu mig

Tungl Opf 20251108 210955

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. svona hefst texti lagsinsTunglið, tunglið taktu mig eftir Theodoru Thoroddsen. Hann á ágætlega við þessar flottu myndir sem Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók seint í gærkvöldi af tunglinu að lýsa upp dimman himininn. Á Stjörnufræðivefnum segir […]

Árshátíð Ísfélagsins – myndasyrpa

Árshátíð Ísfélagsins fór fram í Höllinni í gær og tókst einstaklega vel til. Veisustjórar kvöldsins voru þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, stjórnendur hlaðvarpsins Komið gott. Boðið var upp á veitingar frá Einsa Kalda og að borðhaldi loknu spiluðu Dr. Eydís og Erna Hrönn og héldu stemningunni gangandi fram á nótt. Ísfélagið bauð bæjarbúum á […]

Jákvæð áætlun þrátt fyrir 120 milljóna framkvæmd

Herj Innsigling Horgeyrargard Tms Cr

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2026 var tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs og samþykkt til áframhaldandi vinnslu í bæjarstjórn. Samkvæmt áætluninni eru rekstrartekjur hafnarinnar áætlaðar 693 milljónir króna á næsta ári. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er hins vegar afar naum og gert ráð fyrir aðeins 43 þúsund króna afgangi. Ástæðuna má rekja til stórra […]

Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Eldheimar Vestm Is Skemmdir Cr 1125

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]

Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]

Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og […]

LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.