FRÉTTA-pýramídarnir verða til 

Á föstudaginn kemur verða Fréttapýramídarnir afhentir í Eldheimum og er það í 35. skiptið sem sú viðurkenning er veitt. Hugmyndin hafði oft verið rædd hvort blaðið Fréttir, sem síðar varð Eyjafréttir, gæti staðið fyrir árlegum viðurkenningum um hver áramót. Hugmyndin snerist um að veita einstaklingum eða félögum í Vestmannaeyjum viðurkenningar fyrir vel unnin störf að […]

Youyou snýr aftur með nýtt lag – Towns

Eftir sex ára hlé snýr íslenska indí hljómsveitin Youyou aftur með nýtt lag, Towns. Með þeim í þetta sinn er Biggi Nielsen, einn reyndasti trommari landsins og vel þekkt nafn í íslenskri tónlistarsenu. Lagið á sér langa sögu og var bjargað úr lagasafni Youyou af Bigga Nielsen, sem lengi hefur starfað eftir mottóinu að klára […]

Árleg dósasöfnun ÍBV

Þriðjudaginn 13. janúar 2026 fer hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV fram. Fólk á vegum deildarinnar leggur af stað um kl. 18:00 og fer hús úr húsi til að safna dósum og flöskum. Verður þú ekki heima á þessum tíma? Ekkert mál – þá er einfaldlega hægt að skilja poka eftir fyrir utan hurðina og við […]

1.2 milljónir til Eyja

Getraunastarfsemi hefur verið afar öflug í Vestmannaeyjum undanfarna áratugi og má segja að Eyjamenn hafi verið öflugir í tippinu alla tíð. Getraunastarfsemin skiptist á milli ÍBV annars vegar og KFS hins vegar og hafa þeir síðarnefndu staðið sig mjög vel og eru meðal söluhæstu félaga landsins. Þau fengu meðal annars 13 rétta á Enska getraunaseðilinn […]

Áramót 2025-26

Ég hef aðeins verið að draga það að gera upp síðasta ár, enda hafa atburðir síðustu daga og vikur haft meiri áhrif á mig heldur en ég hefði búist við, en ég kem betur að því í seinni hluta greinarinnar. Í byrjun síðasta árs datt ég aftur inn í þær pælingar sem alltaf kvikna annað […]

Sundlaugarskortur

Bæjarbúar hafa nú þurft að þola lokun innisundlaugarinnar frá því 20. október síðastliðinn eða í 12 vikur og stefnir í a.m.k. 3 vikur af lokun í viðbót en aldrei í sögu sundlaugarinnar hefur lokun hennar varað jafn lengi. Þessi staða er óásættanleg enda sundlaugin mikilvægur staður til heilsuræktar, sér í lagi á veturnar þegar allra […]

Nýsköpunarsamfélag í fremstu röð

Opinberri heimsókn forsetahjónanna til Vestmannaeyja lauk á föstudagskvöld eftir fjölbreytta dagskrá og heimsóknir víða um eyjuna. Eyjafréttir endurbirta hér að neðan frétt af vef Embætti forseta Íslands þar sem greint er frá helstu viðkomustöðum og viðburðum heimsóknarinnar. Opinberri heimsókn forsetahjóna til Vestmannaeyja lauk á föstudagskvöld. Meðal viðkomustaða á þessum seinni degi heimsóknarinnar voru þrír skólar, […]

Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Suðurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í fyrramálið kl. 05:00 og gildir til kl. 17:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum fyrir landshlutann segir: Norðan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, t.d. undir Eyjafjöllum. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm […]

Sinubruni í Heimakletti – myndband

default

Sinubruni hefur brotist út í Heimakletti. Eldurinn logar í gróðri á toppi fjallsins og sést vel víða um bæinn. Heimaklettur er hæsta fjall Vestmannaeyja, stendur 279 metra yfir sjávarmáli og er eitt helsta kennileiti eyjanna. Eldurinn er því mjög áberandi og hefur vakið athygli íbúa og gesta. Friðrik Páll Arngrímsson, slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Vestmannaeyja, segir […]

Þegar maður hættir að sjá Heimaklett

MyndGJÁ

Áður en ég varð AKP í Vestmannaeyjum bjó ég í Hafnarfirði. Ég starfaði í 101 Reykjavík. Allir vita sem vilja að umferðin í frá þessum tveimur stöðum á morgnanna og síðdegis er ekkert minna en helvíti fyrir andlega heilsu hvers manns. Fastur í fyrsta gír í 15 kílómetra, bíllinn ískaldur og eina sem hægt er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.