Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025  og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]

Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]

Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

default

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]

Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]

Samgöngumál til umfjöllunar í bæjarráði

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði á fundi sínum í liðinni viku um stöðu samgöngumála, þar á meðal rekstur Herjólfs, flugáætlun og dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Áætlunarflug hefst um mánaðarmótin Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2026. Gert er ráð fyrir tæplega 22 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári. Á fundinum kom […]

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á […]

Byggt í Eyjum sem aldrei fyrr og fólki fjölgar

Á árunum 2015 til 2024 hafa framkvæmdir og útgáfa byggingarleyfa í Vestmannaeyjum verið tiltölulega stöðugar. Megináherslan hefur verið á íbúðarhúsnæði, en árið 2024 sást aukning í leyfum fyrir atvinnuhúsnæði. Endurbyggingar og stækkun eldri mannvirkja hafa farið fram jafnt og þétt, sem endurspeglar reglubundið viðhald og áframhaldandi nýtingu húsnæðis. Fullbúnum íbúðum hefur fjölgað um tugi, jafnvel […]

Opið bréf frá Dýravinafélagi Vestmannaeyja

Þann 8. september sl. sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins. Samkvæmt upplýsingum sem […]

Gjöf til allra kvenna afhent HSU í Eyjum

Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands komu til Vestmannaeyja í dag og afhentu Heilsugæslu Suðurlands í Eyjum Milou-heilsuverndarhugbúnað, sem er hluti af landsverkefninu „Gjöf til allra kvenna“. Með í för voru fulltrúar kvenfélagsins Líkn, sem hefur lengi verið öflugur bakhjarl heilbrigðismála í Eyjum. Milou-hugbúnaðurinn er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli […]

Síðasti dagur til að sækja um lóðir við Miðgerði og Helgafellsbraut

Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur fyrir lóðir sem Vestmannaeyjabær hefur auglýst við Miðgerði 1–11 og Helgafellsbraut 22–26. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, parhús og raðhús, og hvetur bærinn áhugasama til að skila inn umsóknum fyrir miðnætti í kvöld. Vestmannaeyjabær býður upp á tvær lóðir fyrir parhús og sex lóðir fyrir einbýlishús við Miðgerði. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.