Leikskólastarfsmaður sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV í dag. Þar segir enn fremur að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og er til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar sem og hjá mannauðsstjóra bæjarins. Haft er eftir […]
Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]
Sumarlesturinn hafinn á Bókasafni Vestmannaeyja

Sumarlestur bókasafnsins hófst formlega síðastliðinn laugardag með heimsókn Gunnars Helgasonar rithöfunds. Gunnar mætti og spjallaði við börn og fullorðna um starf sitt sem rithöfundur, ásamt því að kynna nýjustu bók sína sem er ekki enn komin með titil. Tilgangur sumarlestursins er fyrst og fremst að hvetja börn til að halda áfram að lesa yfir sumarmánuðina, […]
Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nú fer senn að líða að lokun líkamsræktarstöðvarinnar Hressó sem staðsett er á Strandvegi 65 og í íþróttahúsinu. Hressó (Strandvegi) mun skella í lás þann 31. maí og litla Hressó (íþróttamiðstöðinni) þann 30. maí. Í kjölfar þessarar fregna á sínum tíma ákvað Vestmannaeyjabær að auglýsa eftir umsóknum um rekstur nýrrar heilsuræktar ásamt uppbyggingu nýrrar heilsuræktar. Tvær umsóknir bárust um verkefnið, annars […]
Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps

Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu […]
Tilkynning frá Kirkjugarði Vestmannaeyja

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur nýlega skapast á samskiptamiðlum um ástand Kirkjugarðsins tel ég nauðsynlegt að árétta eftirfarandi. Vorið og sumarbyrjun hafa verið óvanalega hlý og sprettan eftir því. Það starfsfólk sem mun annast sláttinn þetta sumarið verður ekki við vinnu fyrr en að grunnskóla loknum í byrjun júní og því hefur sláttur ekki […]
Iðagrænn Hásteinsvöllur – myndir

Það styttist í að hægt verði að leika knattspyrnu á Hásteinsvelli. Nýja grasið er komið á og undanfarna daga hefur verið unniið að lokafrágangi við það. Enn er þó eitthvað eftir. Halldór B. Halldórsson tók meðfylgjandi myndir af vellinum fyrir helgi. (meira…)
Þriggja daga dagskrá á 400 ára minningarári

Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Sögusetrinu 1627. Í erindinu var óskað eftir samstarfi um hlutverk og aðkomu bæjarins í tilefni af því að árið 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu í Eyjum. Fram kemur í erindinu að af því tilefni muni Sögusetrið 1627 standa fyrir vandaðri, fjölbreyttri og veglegri þriggja […]
Áætla að malbika í næstu viku

Áætlað er að malbikunarframkvæmdir fari fram þann 26. maí – 29. maí nk. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að malbikað verði á eftirfarandi svæðum: Strandvegur, Tangagata, Heiðarvegur, Smáragata, Flatir og Kleifar. Eru íbúar eindregið hvattir til að fjarlægja bifreiðar af ofangreindum götum og halda þeim auðum á […]
Var hlaupinn uppi af lögreglu

Lögreglan í Eyjum beinir því til bæjarbúa að læsa bifreiðum sínum, en lögreglan fékk útkall fyrr í vikunni vegna aðila sem reyndi að komast inn í ólæsta bíla í bænum. „Rétt rúmlega 03:00 aðfaranótt miðvikudagsins sl. var tilkynnt um hettuklæddan aðila sem var að fara inn í bíla, þegar lögreglumenn komu á staðinn hljóp aðilinn […]