Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu. Fátækt eldri borgara Fátækt meðal eldra fólks er raunverulegt og […]
Kynntu flugelda með glæsilegri sýningu – myndir

Í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja með flugeldakynningu. Á kynningunni var meðal annars sýnt úrval vinsælla flugelda, þar á meðal Tungubrenna, Fjarskipti, Snjóflóð, Björgunarhundar, Eyjatertan og Kaka ársins, auk fleiri vara. Allar flugeldavörur félagsins má skoða og kaupa í vefversluninni á eyjar.flugeldar.is, þar sem einnig er hægt að ganga frá kaupum og sækja flugeldana síðar á […]
Dagur gleði, þakklætis og framtíðar

Útskriftarræða skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum á skólaslitum haustannar „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu verkefni hér í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og er nú tilbúið að taka næstu skref út í samfélagið. Þetta er dagur til að fagna áfangasigri – […]
Nítján útskrifuðust af sex mismunandi brautum

Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum var slitið föstudaginn 19. desember. Alls útskrifuðust 19 nemendur af sex mismunandi brautum. Yfir 270 nemendur stunduðu nám við skólann á önninni, á ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum. „Ágætu áheyrendur, kæru útskriftarnemar, fjölskyldur, vinir og samstarfsfólk. Í dag er dagur gleði og þakklætis. Við kveðjum hóp fólks sem hefur lokið mikilvægu […]
Skattabreytingar á árinu 2026

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekið verður upp kílómetragjald á öll ökutæki, samhliða því að olíu- og bensíngjöld verða felld niður. Þá verða gerðar ýmsar verðlagsuppfærslur á gjöldum auk þess sem vörugjöld af ökutækjum breytast talsvert. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er fjallað um helstu […]
Jólakveðja

Ég hef alltaf elskað aðventuna, jólin og stemminguna sem umvefur allt á þessum árstíma. Alveg sérstaklega jólaljósin sem færa okkur birtu og yl á dimmasta tíma ársins. Tíma sem við notum oft til að sýna þakklæti. Þessi árstími minnir okkur á gleði og kærleika en líka á þær áskoranir sem við höfum unnið úr á árinu […]
Hversu miklu eyða Eyjamenn í jólagjafir?

Íbúar í Vestmannaeyjum verja að jafnaði 7,58% af ráðstöfunartekjum heimila í jólagjafir samkvæmt nýrri samantekt frá Nordregio, sem kortleggur jólagjafaeyðslu á Norðurlöndum eftir sveitarfélögum. Meðalráðstöfunartekjur heimila í Vestmannaeyjum eru metnar á 3.391 evru á mánuði, sem jafngildir um 500 þúsund krónum, miðað við gengi evru. Af þeirri upphæð fara að jafnaði um 257 evrur, eða […]
Jólaveðrið: Hlýr aðfangadagur

Veðurhorfur á landinu í dag, aðfangadag jóla eru samkvæmt Veðurstofu Íslands þannig: Sunnan og suðvestan 15-25 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Talsverð eða mikil rigning sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í hnjúkaþey á Norður- og Austurlandi. Minnkandi sunnanátt á morgun, 10-18 m/s síðdegis og […]
Rausnarleg jólagjöf frá Trölla til Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja fékk í kvöld afhentan rausnarlegan styrk sem safnaðist á aðventunni að frumkvæði Trölla, í samstarfi við bæjarbúa, fyrirtæki og hópa í Vestmannaeyjum. Afhendingin fór fram á heimavelli Trölla í Vöruhúsinu og nam styrkurinn alls 1.180.000 krónum. Í upphafi aðventu hafði Ármann Halldór Jensson samband við Krabbavörn Vestmannaeyja og lýsti yfir áhuga á að […]
Lítil breyting á íbúafjölda í Eyjum frá hausti

Íbúum í Vestmannaeyjum hefur fækkað lítillega á síðustu mánuðum samkvæmt nýjustu tölum. Í dag, 23. desember 2025, eru 4.757 íbúar skráðir í Vestmannaeyjum. Til samanburðar voru 4.762 íbúar skráðir 1. september síðastliðinn, sem þýðir að íbúum hefur fækkað um fimm á tímabilinu. Í frétt Eyjafrétta í september kom fram að íbúafjöldinn hefði verið að mestu […]