LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]
Umferðarslys á Strandvegi í morgun

Umferðarslys varð á Strandveginum í morgun þegar bifreið og bifhjól lentu saman. Lögregla var kölluð á vettvang og var götunni lokað um stund á meðan unnið var að vettvangsrannsókn. Eyjafréttir óskuðu eftir upplýsingum frá Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, sem staðfestir eftirfarandi: „Þarna hafði orðið umferðaróhapp milli bifreiðar og bifhjóls. Bifhjólið er mikið […]
Kósíkvöld, afslættir og jólabjór í miðbænum

Það verður líf og fjör í bænum á fimmtudag og föstudag nk. Á fimmtudagskvöldið verður kósý kvöld í Póley þar sem boðið verður upp á kynningu á Vera design ásamt tilboðum, happdrætti og léttum veitingum. Sama kvöld fagnar Skvísubúðin 15 ára afmæli sínu og verður einnig boðið upp á afslætti og afmælisgleði í tilefni dagsins. […]
Nýtt félag tekur við efnisvinnslunni í Eyjum

Vestmannaeyjabær hefur gert 10 ára samning við Efnisvinnslu Vestmannaeyja ehf. um rekstur efnisvinnslu á svæði AT-2. Samningurinn tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að félagið fái heimild til vinnslu og sölu á malarefni, þar sem lögð verði sérstök áhersla á öryggi og umhverfisvernd í allri starfsemi. Samningurinn tryggir reglulegt eftirlit […]
Aglow-fundur í Landakirkju

Aglow-fundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Á fundinum mun Guðbjörg Guðjónsdóttir flytja erindi þar sem hún segir frá móti sem hún sótti í Skotlandi. Einnig mun Vera Björk leiða íhugun sem byggð er á bók sr. Þorvaldar Víðissonar, Gimsteinninn. Að lokinni dagskrá verður kaffi, söngur og […]
Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum á föstudagskvöld

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]
Lúðrasveitin blæs til hausttónleika

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nú um komandi helgi, laugardaginn 8. nóvember kl. 16:00. Tónleikarnir fara fram í Hvítasunnukirkjunni og gengið verður inn Hallarlundsmegin. Lúðrasveitin hefur starfað óslitið frá stofndegi 22.mars 1939 og hafa hausttónleikarnir verið hluti af starfinu lengur en elstu menn muna. Að geta haldið úti slíku starfi í bæjarfélagi sem okkar […]
Fermingarbörn ganga í hús til styrktar vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 19.00 munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að […]
„Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“

Með sölu Þórunnar Sveinsdóttur VE og lokun á Leo Seafood verða mikil vatnaskil í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Nafn skipsins er samofið gifturíkri sjósókn auk þess sem rekstrarsaga útgerðarinnar er afar farsæl. Hagnaður félaganna hefur verið hlutfallslega meiri en annarra sjávarútvegsfyrirtækja sem aftur hefur verið undirstaða nýsmíði skipa, kaupa á aflaheimildum og uppbyggingu fiskvinnslu. Fyrirtækin hafa […]
Félags- og húsnæðismálaráðherra í Eyjaheimsókn

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar á fimmtudaginn síðastliðinn. Markmið ferðarinnar var að ræða fyrirhugaða uppbyggingu hjúkrunarheimilis og kynna sér starfsemi helstu stofnana í málaflokki ráðherrans. Bæjarráð tók á móti Ingu í ráðhúsinu, þar sem rætt var um áform um nýtt hjúkrunarheimili við sjúkrahúsið. Lögð var áhersla á að framtíðarlausnin yrði hluti af heildstæðri […]