Spurningum svarað um efnis­hleðslu í Goðahrauni

Eyjafréttir/Eyjar.net: Ómar Garðarsson

Talsverð óánægja hefur komið upp meðal íbúa í vesturbæ Vestmannaeyja vegna umfangsmikillar upphleðslu jarðefna á gamla þvottaplaninu í Goðahrauni. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af sjónmengun og áhrifum efnisins á nánasta umhverfi. Í kjölfar umfjöllunar á Eyjafréttum var Vestmannaeyjabæ send fyrirspurn um málið, þar sem meðal annars var spurt hver hefði veitt leyfi fyrir […]

Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg

Jóhann Ingi Óskarsson

Þar sem ég hef á síðustu misserum farið að tjá mig meira um pólitík langar mig að halda áfram, nú um bæjarmálin. Mér finnst oft eins og umræðan hér í Eyjum sé lágstemmd og að lítið heyrist frá stjórnarandstöðunni. Eins og hún hafi verið dáleidd. Það er eins og meirihlutinn vilji lágmarksumræður svo sem fæstir […]

Þjálfun styrkt með nýjum hermi-dúkkum

Nýjar og háþróaðar hermidúkkur hafa verið keyptar á HSU í Eyjum fyrir styrkveitingar frá fyrirtækjum og einstaklingum. Þessi fjárframlög hafa gert kleift að efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks og styrkja færni í meðhöndlun raunverulegra aðstæðna. Sigurlína Guðjónsdóttir stóð á bakvið söfnun verkefnisins og tókst með sterkum stuðningi samfélagsins að safna fyrir þremur háþróuðum hermi-dúkkum sem geta líkt […]

ASÍ og SGS í Eyjaheimsókn

Verklydsf

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, heimsóttu Vestmannaeyjar nýverið að frumkvæði Drífanda stéttarfélags og Sjómannafélagsins Jötuns. Þar tóku á móti þeim Arnar Hjaltalín og Guðný Óskarsdóttir fyrir hönd Drífanda, ásamt Kolbeini Agnarssyni frá Jötni. Baráttumál Eyjamanna á borðinu Á vef Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) er greint frá heimsókninni […]

Revían í Vestmannaeyjum og Mzungu frá Afríku

Laugardaginn 29. nóvember munu tveir rithöfundar kynna nýjar bækur sínar á Bókasafninu. Una Margrét Jónsdóttir segir sögu revíunnar í bók sinni Silfuröld revíunnar. Þar segir hún m.a. frá hinu líflega starfi Sigurgeirs Schevings á níunda áratug síðustu aldar. Silfuröld revíunnar Una Margrét hefur í tæpan áratug helgað sig rannsóknum á sögu íslensku revíunnar en árið 2019 […]

Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]

Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]

Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Skak Ads 20251124 190831

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.