Skipar sjö manna fagráð

HSU Ads A7C1174

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, hefur skipað nýtt sjö manna fagráð til næstu þriggja ára. Fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar að hlutverk fagráðsins sé að vera ráðgefandi vettvangur um faglega þróun og gæði þjónustu innan HSU. Ráðið skal stuðla að framþróun og faglegri umræðu þvert á starfsemi stofnunarinnar, með hag sjúklinga og samfélagsins að leiðarljósi. […]

Aukum loðnuveiðar

_DSC0145

Það er ekki skoðun heldur staðreynd að afrakstur núverandi ráðgjafar í loðnu hefur verið afar rýr en  í svari við fyrirspurn minni á þingi í vetur segir orðrétt: “.. meðalloðnuafli á árabilinu 1985–2015 var um 765 þúsund tonn en árin 2016–2025 var hann 191 þúsund tonn.” Það að aflinn sé nú að jafnaði um fjórðungur […]

Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir

Eyjagöng ehf. hafa náð mikilvægum áfanga í undirbúningsferli jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja með því að ganga til samninga við verkfræðistofuna Eflu og verkfræði- og jarðfræðistofuna Völuberg. Fyrirtækin munu sameiginlega annast jarðfræðiþjónustu vegna kjarnaborana og fýsileikamats verkefnisins. Ákvörðun um samstarfið var tekin að loknu vönduðu valferli og í nánu samráði við Vegagerðina. Í tilkynningu frá […]

Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi

DSC_1472

Árlegur tekjumunur á skerðanlegum flutningi og forgangsflutningi raforku nemur um 140 milljónum króna eftir að tveir nýir sæstrengir voru lagðir til Vestmannaeyja, en með þeim varð raforkuöryggi í Eyjum með því besta sem gerist á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsnet vegna umræðu um aukinn raforkukostnað fyrirtækja á borð við Vinnslustöðina og Herjólf. […]

Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 

Nítján nemendur útskrifuðust úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum þann 19. desember síðastliðinn. Nemendur luku námi af sex mismunandi brautum og var útskriftinni fagnað með hátíðlegri athöfn í skólanum. Á önninni stunduðu yfir 270 nemendur nám í ólíkum námsleiðum og í fjölbreyttum áföngum.  Meðal útskriftarnema var Jason Stefánsson, sem lauk jafnframt grunnnámi í málm- og véltæknigreinum ásamt námi […]

Úttekt á fasteignagjöldum ársins

Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta  óbreytt milli ára  en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. Hækkanirnar eru í mörgum tilfellum umfram hækkun verðlags. Þegar hækkanir fasteignagjalda eru skoðaðar frá árinu 2023 má finna dæmi um […]

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan

Fimleikafélagið Rán á árangursríkt ár að baki og framundan eru spennandi verkefni á nýju ári. Í ágúst síðastliðnum fóru iðkendur í æfingabúðir til Svíþjóðar þar sem lögð var áhersla á tæknilega þróun og hópastarf. Í nóvember tók einn hópur þátt í móti og náði þar 2. sæti. Keppnistímabilið heldur áfram í febrúar næstkomandi þegar tveir […]

Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin

Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að ólíkt mörgum öðrum þróunarverkefnum, er hér ekki einungis um loforð að ræða, því lykilfjárfestar hafa þegar gengið frá greiðslu á hlutafé […]

Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  

Samkvæmt veðurspám er útlit fyrir áframhaldandi hvassviðri í Vestmannaeyjum út vikuna. Gert er ráð fyrir talsverðum vindi flesta daga, með rigningu eða skúrum á köflum. Vindur verður að mestu í austlægum áttum og má búast við hvössum hviðum. Hitastig verður svipað og undanfarið. Ölduspá er á bilinu 3–4 metrar út vikuna, en gert er ráð […]

Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi

DSC_1121

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa samninganefnd til að fara yfir samning um rekstur Herjólfs við Vegagerðina. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn í kjölfar fundar bæjarráðs með Vegagerðinni vegna óskar sveitarfélagsins um framlengingu á gildandi samningi. Samkvæmt 9. grein samningsins óskaði Vestmannaeyjabær eftir framlengingu hans. Vegagerðin taldi sig hins vegar ekki geta orðið við […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.