Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]
Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót. Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að […]
Ítreka kröfu um aukið fjármagn til hafna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar tekur heilshugar undir áskoranir Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) og Hafnasambands Íslands um aukið fjármagn til hafnaruppbyggingar og kallar eftir því að ríkið tryggi Vestmannaeyjahöfn nauðsynlegt fjármagn til að mæta framtíðaráskorunum. Þetta kom fram á fundi ráðsins þar sem hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri […]
Tunglið, tunglið taktu mig

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. svona hefst texti lagsinsTunglið, tunglið taktu mig eftir Theodoru Thoroddsen. Hann á ágætlega við þessar flottu myndir sem Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók seint í gærkvöldi af tunglinu að lýsa upp dimman himininn. Á Stjörnufræðivefnum segir […]
Árshátíð Ísfélagsins – myndasyrpa

Árshátíð Ísfélagsins fór fram í Höllinni í gær og tókst einstaklega vel til. Veisustjórar kvöldsins voru þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, stjórnendur hlaðvarpsins Komið gott. Boðið var upp á veitingar frá Einsa Kalda og að borðhaldi loknu spiluðu Dr. Eydís og Erna Hrönn og héldu stemningunni gangandi fram á nótt. Ísfélagið bauð bæjarbúum á […]
Jákvæð áætlun þrátt fyrir 120 milljóna framkvæmd

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2026 var tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs og samþykkt til áframhaldandi vinnslu í bæjarstjórn. Samkvæmt áætluninni eru rekstrartekjur hafnarinnar áætlaðar 693 milljónir króna á næsta ári. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er hins vegar afar naum og gert ráð fyrir aðeins 43 þúsund króna afgangi. Ástæðuna má rekja til stórra […]
Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]
Jólaþorp Vöruhússins opnar á ný á aðventunni

Vöruhúsið mun á ný opna jólaþorp sitt í aðdraganda jóla líkt og í desember í fyrra. Um er að ræða samfélagsverkefni Vöruhússins þar sem félagssamtökum/fyrirtækjum gefst kostur á að selja varning tengdan jólum. Framtakið heppnaðist afar vel í fyrra og var Jólaþorpið vel sótt af börnum sem fullorðnum sem mættu og áttu notalega jólastund í […]
Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og […]
LAXEY nær stórum áfanga – fyrstu slátrun lokið

Fyrsta slátrun hjá Laxey var í gær og var gert að laxinum í vinnsluhúsi félagsins í Viðlagafjöru. Eru þetta stór tímamót hjá Laxey sem tók á móti fyrstu hrognunum í nóvember 2023. Ári seinna, í nóvember 2024 var fyrsti laxinn fluttur í áframeldið í Viðlagafjöru. Nú, réttu ári seinna er fyrsta laxinum slátrað. Laxey Vinnsluhús […]