Rafmagnslaust í Eyjum – uppfært

Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum þessa stundina. Í stuttri tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni aftur á bæinn. Beðið er frekari upplýsinga frá Landsneti og verður þessi frétt uppfærð um leið og þær berast. Uppfært kl. 16.50: Tengivirkið í Vestmannaeyjum er komið aftur í rekstur, segir í […]
Ljósaganga á Eldfell í þágu Krabbavarnar

Krabbavörn Vestmannaeyja stendur fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell í dag klukkan 18:00. Markmið göngunnar er að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með krabbamein, heiðra batahetjur og minnast þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Gengið verður upp Eldfell og er þátttakendum boðið að mynda ljósaröð upp fjallið með höfuðljósum, vasaljósum eða ljósum […]
Malbikað í dag

Malbikunarvinnu miðar áfram í Vestmannaeyjum og segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir að unnið verði að verkinu í dag. Að sögn Brynjars er áformað að malbika bílastæðið við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Hvítingaveg, portið hjá Vinnslustöðinni og á Kirkjuvegi eftir framkvæmdir HS Veitna. „Þeir stefna á að taka daginn í dag […]
Foreldrar hvattir til að yfirfara samfélagsmiðla barna sinna

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara vandlega yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Tilefnið er mál sem hefur komið upp í Eyjum sem tengist svokölluðum 764 ofbeldishópi. Umræddir hópar geta borið mismunandi nöfn, en eiga það sameiginlegt að nota börn í annarlegum tilgangi. Samskiptin fara fram í gegnum samfélagsmiðla og leiki sem […]
Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]
Rekstrarafkoman umfram áætlun

Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum fyrir drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt uppgjörinu er rekstrarstaða A- og B-hluta betri en áætlun gerði ráð fyrir, þó að vísbendingar séu um aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Samstæðan í heild sinni sýnir jákvæða þróun, þar sem heildartekjur eru 6,8% yfir fjárhagsáætlun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarrekstrarkostnaður […]
Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]
Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]
Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]