Flugsamgöngur hefjast á ný milli lands og Eyja

Samkvæmt upplýsingum frá Norlandair mun flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja hefjast á ný í desember. Áætlunin gerir ráð fyrir einni ferð á föstudögum, sunnudögum og mánudögum og tveim á fimmtudögum. Áætlunin tekur gildir frá 1. desember 2025 og stendur til 28. febrúar 2026. Með þessu verður íbúum og ferðalöngum boðið upp á bættar samgöngur milli […]
Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]
Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]
Fórnalamba umferðaslysa minnst í dag

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er í dag, 16. nóvember, um allt land og víðsvegar um heiminn. Á þessum degi er sjónum jafnan beint að ákveðnum áhættuþáttum sem valda banaslysum. Í ár var megináherslan á notkun öryggisbelta, sem teljast einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða. Minnigarmessa var haldin í Landakirkju í dag í tilefni dagsins og mætti […]
Samgöngumál til umfjöllunar í bæjarráði

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði á fundi sínum í liðinni viku um stöðu samgöngumála, þar á meðal rekstur Herjólfs, flugáætlun og dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Áætlunarflug hefst um mánaðarmótin Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2026. Gert er ráð fyrir tæplega 22 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári. Á fundinum kom […]
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 16. nóvember um allt land og víðsvegar um heiminn. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudegi í nóvember þessum degi, sem fest hefur sig í sessi víða um heim sem mikilvægur minningardagur og áminning. Dagurinn er jafnframt hugsaður til að hvetja fólk til að líta inn á […]
Byggt í Eyjum sem aldrei fyrr og fólki fjölgar

Á árunum 2015 til 2024 hafa framkvæmdir og útgáfa byggingarleyfa í Vestmannaeyjum verið tiltölulega stöðugar. Megináherslan hefur verið á íbúðarhúsnæði, en árið 2024 sást aukning í leyfum fyrir atvinnuhúsnæði. Endurbyggingar og stækkun eldri mannvirkja hafa farið fram jafnt og þétt, sem endurspeglar reglubundið viðhald og áframhaldandi nýtingu húsnæðis. Fullbúnum íbúðum hefur fjölgað um tugi, jafnvel […]
Opið bréf frá Dýravinafélagi Vestmannaeyja

Þann 8. september sl. sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins. Samkvæmt upplýsingum sem […]
Gjöf til allra kvenna afhent HSU í Eyjum

Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands komu til Vestmannaeyja í dag og afhentu Heilsugæslu Suðurlands í Eyjum Milou-heilsuverndarhugbúnað, sem er hluti af landsverkefninu „Gjöf til allra kvenna“. Með í för voru fulltrúar kvenfélagsins Líkn, sem hefur lengi verið öflugur bakhjarl heilbrigðismála í Eyjum. Milou-hugbúnaðurinn er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli […]
Síðasti dagur til að sækja um lóðir við Miðgerði og Helgafellsbraut

Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur fyrir lóðir sem Vestmannaeyjabær hefur auglýst við Miðgerði 1–11 og Helgafellsbraut 22–26. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, parhús og raðhús, og hvetur bærinn áhugasama til að skila inn umsóknum fyrir miðnætti í kvöld. Vestmannaeyjabær býður upp á tvær lóðir fyrir parhús og sex lóðir fyrir einbýlishús við Miðgerði. […]