Súperman og frú fóru alla leið

Súperman og frú stóðu sig eins og alvöru ofurhetjur í þættinum Wipe Out sem sýndur var í kvöld á Stöð 2. Hjónin Smári Harðarson og Sigurlína Guðjónsdóttir voru fulltrúar Eyjanna í þáttunum og þau gerðu þetta með stæl eins og þeim er einum lagið. Hjónakornin komust bæði í þriggja manna úrslit ásamt Agli „Gilzenegger“, „Störe“, […]
Vilberg gaf 3600 smábrauð til Mæðrastyrksnefndar

Vilberg kökuhús, sem rekur bakarí bæði í Vestmannaeyjum og á Selfossi, gaf á dögunum 3600 súpurúnnstykki til Mæðrastyrksnefndar. „Eigendur Vilbergs og allir Eyjamenn eru minnugir þess þegar gosið gekk yfir eyjarnar 1973. Þá stóð öll þjóðin sem einn með Eyjamönnum. Það er gaman að geta gefið til baka, brot af því sem sem okkur var […]
Smári og Sigurlína í Wipe Out í kvöld

Annar þátturinn í þáttaröðinni Wipe Out er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Fyrsti þátturinn var bráðfyndinn en Eyjamenn fá smá aukabónus í þætti kvöldsins þar sem Eyjahjónin öflugu Smári Harðarson og Sigurlína Guðjónsdóttir verða í þætti kvöldsins. Á dögunum var rætt við þau Smára og Sigurlínu í Fréttum um þátttökuna og má lesa hluta […]
Hægt að lesa Stofna á netinu

Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmanneyjum, fagnar 80 ára afmæli félagsins sunnudaginn 20. desember. Af því tilefni býður félagið til kaffiboðs í Ásgarði klukkan 15.00 á sunnudag þar sem farið verður yfir sögu félagsins á léttan og skemmtilegan hátt. Í tengslum við afmælið hefur blað Eyverja, Stofnar, verið skannað inn en elsta blað Stofna er […]
Gerðu jafntefli gegn KR

Karlalið ÍBV í knattspyrnu gerði jafntefli gegn KR í gær en liðin áttust við í æfingaleik í Egilshöll. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Tryggvi Guðmundsson komu ÍBV í 2:0 áður en KR-ingar jöfnuðu metin og urðu lokatölur því 2:2. Leikurinn var þó ekki leikinn í heildar 90 mínútur þar sem liðin höfðu takmarkaðan tíma inni í […]
Jet Black Joe í Höllinni á morgun

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir í mörg ár í Eyjum! Risabandið og rokkgoðin í Jet Black Joe mæta í Höllina í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. desember. Nú verður hrikalega kátt í Höllinni og lofa liðsmenn sveitarinnar miklu stuði, enda mjög langt síðan þeir komu síðast til Eyja. (meira…)
Frábærir tónleikar Mandal

Í gærkvöldi hélt tónlistarhópurinn Mandal tónleika í Friðrikskapellu í Reykjavík. Í hópnum eru fjórir listamenn. Fyrst skal telja Báru Grímsdóttur sem um hríð var tónlistarkennari í Eyjum, þá Chris Foster og svo bakarahjónin frábæru Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson. Öll syngja þau frábærlega, ýmist einradda eða margradda og leika undir á gítara, langspil, hörpu og […]
Ár framkvæmda og uppbyggingar í Vestmannaeyjum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir að A-hluti sveitarsjóðs skili afgangi upp á rúmar 132 milljónir. Þó er gert ráð fyrir að útsvarstekjur verði tæplega 10% minni en rauntekjur útsvars vegna ársins 2009. Tekjuáætlun er því varfærin. Gert er ráð fyrir að […]
Vantar einhvern til að pota inn mörkum

„Brottrekstur knattspyrnustjórans breytir engu hvað mig varðar en þetta er nýtt met því þjálfararnir sem ég fæ hafa yfirleitt verið reknir tveimur til þremur mánuðum eftir að ég kem,“ sagði Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson við Morgunblaðið í gær en hann bjóst við að ganga formlega frá félagaskiptum til Reading í gær, sólarhring eftir að knattspyrnustjórinn […]
Gleymdi kjöti á steikingarpönnunni

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út klukkan 4:20 í nótt þegar tilkynnt var um mikinn reyk í húsinu við Brekastíg 28. Tvær íbúðir eru í húsinu og kom reykurinn úr kjallaraíbúð hússins. Við nánari skoðun kom í ljós að enginn eldur væri laus, heldur gleymdist kjöt á steikingarpönnunni sem varð til þess að reykurinn myndaðist. (meira…)