Ferðum Herjólfs ekki fækkað

Eftirfarandi frétt birtist á forsíðu Frétta 12. febrúar sl. þar sem sagt var frá opnum fundi Kristjáns L. Möller, þáverandi og núverandi samgönguráðherra í Vestmanna­eyjum tveimur dögum fyrr. Þar segir m.a.: „Rekstur Herjólfs hefur verið þungur undanfarnar vikur og mánuði að því er kom fram á opnum borgarafundi með sam­göngu­ráðherra, Kristjáni L. Möller á þriðjudagskvöldið. […]

�?akkir fyrir vel unnin störf

Ísfélag Vestmannaeyja greiddi starfs­fólki í landi tvöfalda des­emb­eruppbót á dögunum og vildi með því sýna þakklæti fyrir vel unnin störf á árinu. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugss­on, stjórnarformaður Ísfélagsins, sagði síldveiðarnar í haust hafa breytt miklu fyrir félagið. Þær hafi verið óvænt búbót fyrir félagið og því hafi stjórn félagsins ákveðið að deila þeim ávinningi með starfsfólkinu […]

Frábær árshátíð hjá elstu bekkingum GRV

Árshátíð elstu bekkja Grunn­skóla Vestmannaeyja fór fram á fimmtudag í Höllinni en árs­hátíðin er lokahnykkur á Smiðjudögum sem fóru fram þriðjudag, miðvikudag og fimmtu­dag. Þetta var í þriðja sinn sem árshátíðin er haldin í Höllinni og á líklega hvergi annars staðar heima en krakk­arnir lögðu gríðarlega mikla vinnu á sig til að gera hátíðina sem […]

Elliði skipaður í ráðgjafahóp vegna breytinga á sýslumannsembættunum

Elliði Vignisson, bæjarstjóri hefur verið skipaður í ráðgjafahóp sem vinna á að tillögum um breytingar á skipan sýslumannsembætta í landinu. Þorleifur Pálsson, fyrrverandi sýslumaður, hefur verið falið að gera tillögur um breytingar á skipan sýslumannsembættanna en hópurinn mun vera honum til ráðgjafar og stuðnings við tilllögugerðina. (meira…)

Arnar í samningahóp um sjávarútveginn

Arnar Sigurmundsson hefur verið skipaður í samningahóp um sjávarútveg, sem er einn tíu samningahópa sem munu starfa með samninganefnd Íslands um aðild að ESB. Hlutverk hópanna er að annast undirbúning viðræðnanna og verða hóparnir í ráðgjafahlutverki. (meira…)

Sjómenn vs. opinberir erindrekar

Það er ekki lítið búið að rífast um sjómannaafsláttinn undanfarið og hef ég ekki verið að skrifa um þessa umræðu hér. Ég hef ekki gefið mér tíma í slíka ritvinnslu en það er betra að sleppa því að skrifa heldur en að skrifa einhvern léleg pistil. Sitt sýnist hverjum um þennan svokallaða ,,afslátt” en þeir […]

Jólastjörnur í Höllinni á fimmtudag

Þann 10 desember, eða næstkomandi fimmtudag, verða frábærir jólatónleikar haldnir í Höllinni. Nokkrir af bestu söngvurum landsins mæta ásamt sveit Eyjamanna. Stærstu stjörnurnar eru án efa systkynin Páll Óskar og Diddú en undri spilar Monica. Þá mun Helga Möller einnig taka lagið, Litlu Lærisveinarnir undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur ásamt frábæru bandi sem þeir Biggi Niels, […]

Vinnuslys í Vinnslustöðinni

Lögregla Vestmannaeyja fékk tilkynningu um vinnuslys í Vinnslustöðinni í síðustu viku. Þar hafði maður orðið fyrir lyftara. Vinstri fótur mannsins lenti undir einu af hjólum lyftarans með þeim afleiðingum að fjórar tær á vinstri fæti mörðust. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan. (meira…)

Niðurskurður í samgöngum kominn út fyrir allt velsæmi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri segist ekki sáttur við að enn sé verið að skerða samgöngur við Vestmannaeyjar ef ferðatíðni í Landeyjahöfn verði ekki eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Samfélagið í Vestmannaeyjum hafi beðið eftir tækifærum sem fylgja fjölgun ferða og þar með auknum sveigjanleika í vali á brottfarar og komutíma en í því liggja […]

Líklegt að ferðafjöldi í Landeyjahöfn verði ekki eins og upphaflega var áætlað

Unnur Brá Konráðsdóttir lagði fram fyrirspurn til Kristjáns L. Möller, samgönguráðherra á dögunum um Landeyjahöfn. Unnur spurði m.a. út í ferðaáætlun og gjaldskrá Herjólfs í Landeyjahöfn en Kristján segir í svari sínu að líklega verði gerðar breytingar á ferðafjölda frá upphaflegri áætlun. Hið opinbera er í viðræðum við Eimskip um rekstur Herjólfs en ekki er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.