Vilja stækka Hraunið í stað Hólmsheiðar

Fangaverðir á Litla-Hrauni skora á stjórnvöld að fjölga fangelsisplássum á Eyrarbakka, í stað þess að ráðast í stórfellda uppbyggingu á Hólmsheiði í Reykjavík þar sem stendur til að byggja fangelsi með sextíu plássum. Fangaverðirnir segja tuttugu fangapláss yfirdrifið nóg á höfuðborgarsvæðinu. Hin fjörtíu plássin ætti að færa á Litla-Hraun. Slíkt sé hagkvæmara og tryggi góða […]
Aukin Ylrækt

Garðyrkjustöðin Ylrækt í Hveragerði hyggst reisa um 600 fermetra gróðurhús að Gróðurmörk 3. Bæjarráð Hveragerðis úthlutaði fyrirtækinu lóðinni og segir bæjarstjóri umsóknina ánægjulega í ljósi þess að garðyrkjurækt í Hveragerði hefur undanfarin ár verið niður á við. (meira…)
Mæðravernd í gámi á baklóð

Ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa fengið bráðabirgðahúsnæði fyrir mæðravernd í gámi á baklóð stofnunarinnar. Um er að ræða 20 m2 skrifstofugám með biðstofu, salerni og skoðunarherbergi. (meira…)
Stóð út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn

Rétt eftir klukkan fjögur í dag var tilkynnt um eld í íbúð á miðhæð að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum. Enginn var í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en eldtungur stóðu út um glugga þegar slökkvilið kom á staðinn. (meira…)
Erum við hrædd við jafnrétti?

Jafnréttisráðstefna 24. október í ráðstefnusal Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Reykjanesi og varpað í gengum FS-netið til fræðslumiðstöðva um allt land Markmið ráðstefnunnar er að ræða stöðu jafnréttismála og leiðir til að auka jafnrétt kynjanna á vinnumarkaði. (meira…)
Gjöreyðilagðist í grjótskriðu

Gamall torfbær vestast í Vík í Mýrdal eyðilagðist í grjótskriðu á dögunum. Annar samliggjandi bær slapp á hinn bóginn óskemmdur. (meira…)
Ný lögreglustöð

Á fjárlögum ríkisins fyrir næsta ár er heimild til að selja lögreglustöðina á Hvolsvelli og ráðstafa andvirðinu til kaupa á nýrri stöð. (meira…)
Byggingarfulltrúi hótar sektum

Eigandi Gagnheiði 23 þarf að greiða dagsektir fyrir að sinna ekki tilmælum skipulags- og byggingarfulltrúa Árborgar frá og með 31. október. Þess er krafist að búsetu skuli þegar í stað hætt í húsnæðinu eða athafnarými þess lokað. Húsið er í eigu fyrirtækisins Ísris ehf en málið var tekið fyrir hjá bæjaryfirvöldum í síðustu viku. (meira…)
Bæjarstjórn vill komast yfir stofnfé í Sparisjóðnum

Á fundi bæjarráðs í dag var fyrsta mál á dagskrá að ræða um stöðu Sparisjóðsins. Rætt var um ásókn fjárfesta í að komast yfir stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja. Bókað var á fundi bæjarráðs þar sem bæjarráð vill láta einskis ófreistað til að tryggja framtíðarstöðu Sparisjóðsins og er bæjarstjóra falið að athuga með kaup á 5% hlut […]
Íþróttastarf niðurgreitt

Sveitarfélagið Árborg mun á næsta ári niðurgreiða íþrótta- og tómstundarstarf barna og unglinga í Árborg um tíu þúsund krónur á hvern einstakling. „Verkefnastjóra íþrótta-, forvarnar- og menningarmála er falið að vinna að reglum um framkvæmd slíkra greiðslna og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar eigi síðar en 1. apríl næstkomandi. (meira…)