Myndir frá Sumarlokahófi ÍBV komnar á netið

Sumarlokahóf ÍBV var haldið með pompi og prakt á dögunum í Höllinni en þar var leikmönnum, forráðamönnum og almennum félagsmönnum boðið í mat og skemmtun en um 300 manns nutu veisluhaldanna. Myndum frá hófinu hefur nú verið komið fyrir í myndasafni www.sudurland.is en myndum frá lokahófi yngri flokkanna verður bætt við myndasafnið síðar í dag. […]

Hermann og Gunnar Heiðar báðir í landsliðshópnum

Hermann Hreiðarsson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru báðir í 22ja manna landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari tilkynnti fyrr í dag. Íslenska liðið á tvo leiki fyrir höndum í undankeppni Evrópumótsins, gegn Lettlandi 13. október og Liechtenstein 17. október. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum en sá síðari ytra. Hermann tekur út […]

Annar flokkur Selfoss komst upp í B-riðil

Sameinað lið Selfoss/KFR/Hamars og Ægis undir vinnuheitinu Selfoss varð í öðru sæti í sínum riðli í Íslandsmótinu í sumar og léku því til úrslita gegn Völsungi frá Húsavík í keppni um sæti í B-deildinni. Fyrri leiknum lauk með 4:1 sigri Selfyssinga á heimavelli en síðari leikurinn var æsispennandi og alls voru skoruð sjö mörk í […]

Gjöf til leikskólans á Laugalandi

Kvenfélagið Eining í Holtum hélt sinn árlega aðalfund laugardaginn 6. september sl. í Heklusetrinu að Leirubakka á Landi. Á fundinum var ákveðið að gefa leikskólanum á Laugalandi 100 þúsund króna gjöf til leikfangakaupa eða hvers sem leikskólastjóri telur að vanti fyrir börnin. (meira…)

Feyging feig

Starfsemi Feygingar ehf. er endanlega komin í þrot. Fjárfestar vildu ekki leggja fé í fyrirtækið í ljósi þess hve svört saga þess er, samkvæmt áreiðanlegum heimildum Sunnlenska. Allur vélbúnaður fyrirtækisins verður að líkindum seldur úr landi og 2400 fermetra verksmiðjuhúsnæði er í söluferli, að sögn Þorleifs Finnssonar stjórnarformanns Feygingar. Hann segir að fyrirtækið geti gert […]

Vaktin komin á netið!

39. tölublað Vaktarinnar er nú í dreifingu hjá Póstinum en Vaktinni er dreift frítt í öll hús. Í Vaktinni ræðir Vilhelm G. Kristinsson við hjónin Sigurmund Gísla Einarsson og Unni Ólafsdóttur um ferðamannaiðnaðinn, samgöngur og fyrirtæki þeirra, Viking tours. Þá er rætt við Viðar Elíason, formann knattspyrnudeildar, lundaballið fær sitt pláss og sömuleiðis lokahóf ÍBV-íþróttafélags. […]

Ekkert barn laust í bíl við Kirkjugerði

Undanfarin 12 ár hefur verið gerð könnun á notkun öryggisbúnaðar barna í bílum við leikskóla víða um land. Könnunin var gerð í apríl og mars í vor við 58 leikskóla í 32 sveitarfélögum og var framkvæmdin í höndum Umferðarstofu, Slysavarnarfélagsins Landsbjörgu og Sjóvá-Forvarnarhúsi. Könnunin gekk út á að athuga hvort börn á leikskólaaldri eru með […]

Arnór Eyvar valinn í U-19 ára landsliðið

Hinn bráðefnilegi Arnór Eyvar Ólafsson, sem fékk um s.l. helgi Fréttabikarinn, sem efnilegasti ungi knattspyrnustrákurinn hefir verið valinn í 22. manna hóp 19 ára landsliðs Íslands. Valið þarf ekki að koma neinum á óvart, enda Arnór Eyvar búinn að standa sig frábærlega með ÍBV liðinu í sumar. Þar að auki er piltur frábær félagi, enginn […]

Leik ÍBV frestað

Karlalið ÍBV átti að leika í dag gegn Aftureldingu í N1 deild karla í handbolta en ekki reyndist fært til Reykjavíkur og hefur leiknum verið frestað. Leikurinn hefur verið settur á, á sama tíma á morgun, föstudag eða klukkan 19.00. ÍBV og Afturelding komu bæði upp úr 1. deild síðasta vor en Afturelding er með […]

Vill bjóða uppá fjarnám í Iðjuþjálfun

Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri er um þessar mundir að kanna möguleikana á að hefja fjarnám í iðjuþjálfunarfræðum haustið 2008. Þessi hugmynd er í samræmi við þá stefnu háskólans að auðvelda aðgengi allra landsmanna að háskólanámi um leið og komið er til móts við sívaxandi eftirspurn eftir iðjuþjálfum. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.