Leik ÍBV frestað

Karlalið ÍBV átti að leika í dag gegn Aftureldingu í N1 deild karla í handbolta en ekki reyndist fært til Reykjavíkur og hefur leiknum verið frestað. Leikurinn hefur verið settur á, á sama tíma á morgun, föstudag eða klukkan 19.00. ÍBV og Afturelding komu bæði upp úr 1. deild síðasta vor en Afturelding er með […]

Vill bjóða uppá fjarnám í Iðjuþjálfun

Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri er um þessar mundir að kanna möguleikana á að hefja fjarnám í iðjuþjálfunarfræðum haustið 2008. Þessi hugmynd er í samræmi við þá stefnu háskólans að auðvelda aðgengi allra landsmanna að háskólanámi um leið og komið er til móts við sívaxandi eftirspurn eftir iðjuþjálfum. (meira…)

Myndir af Lundaballinu komnar á netið

Lundaballið var haldið með pompi og pragt síðasta laugardag en Elliðaeyingar sáu um ballið að þessu sinni. Að þeirra mati var ballið það glæsilegasta á þessari öld en aðrir tala um upphitunarball fyrir komandi lundaböll. Hvort lundaballið í ár hafi verið það glæsilegasta það sem af er 21. öldinni skal ósagt látið en glæsilegt var […]

Fimm af stofnendum Helgafells enn starfandi

Félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli minnast þess um þessar mundir, að liðin eru fjörtíu ár frá stofnun hans, 28. september árið 1967. Garðar Sveinsson, sem þá var framkvæmdastjóri Vélsmiðj­unnar Völundar, var aðaldriffjöðrin að stofnun klúbbsins. Og margir þeirra sem gerðust stofnfélagar klúbbsins voru einmitt starfsmenn í Völundi. Stofnfundurinn var haldinn í Ísfélaginu og stofnfélagar voru 28 […]

Götur og gangstígar sett í stærri útboðspakka

Fram kom í máli fulltrúa meirihlutans í framkvæmda- og veitustjórn Árborgar á fundi í síðustu viku að fresta skuli áætluðum framkvæmdum við göngustíga á Selfossi. Verkið þætti of lítið til útboðs og langt liðið á árið. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort það borgaði sig að bjóða þetta út. Verktakar líta ekki við […]

Stærri búð – betra kaffihús

Sunnlenska bókakaffið á Austurvegi 22 á Selfossi heldur upp á ársafmæli sitt á laugardaginn, þann 6. október klukkan 14. Fjölmargir munu heiðra afmælisbarnið af þessu tilefni og má þar fremstan telja Matthías Johannessen skáld sem lesa mun úr nýrri bók sinni. Elín Gunnlaugsdóttir verslunarstjóri bókakaffisins mun ásamt Kolbrúnu Huldu Tryggvadóttur flytja dúetta. Kaffiveitingar verða ókeypis […]

Afmælisfundur í dag

Landgræðsla ríkisins efnir til afmælisfundar í dag, fimmtudaginn 4. október, í tilefni af 100 ára afmæli landgræðslu á Íslandi. Dagskráin hefst kl. 14:00 í Frægarði, fundarsal Landgræðslunnar í Gunnarsholti. (meira…)

Engir Hafnardagar

Hafnardagar í Þorlákshöfn verða ekki á dagskrá næsta sumar, líkt og verið hefur, vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer helgina áður. Ákveðnar uppákomur Hafnardaga verða færðar á helgina sem íþróttamótið mikla fer fram. (meira…)

100 milljóna sparifé fært í sveitarsjóðinn

Til stendur að leggja svokallaðan Framkvæmdasjóð Ölfuss niður en í honum er tæplega 100 milljón króna innistæða. Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segir um að ræða einföldun á bókhaldi. Sjóðurinn verði sameinaður fjárhag sveitarfélagsins, ávaxtaður og notaður til uppbyggingar í sveitarfélaginu. (meira…)

Fyrstu sjúklingarnir inn í desember

Stefnt er að því að taka nýja 20 rúma hjúkrunardeild í nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi í notkun í desember nk. Þetta kom fram á fjölmennum kynningarfundi HSu sem haldinn var í síðustu viku. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.