Verður haldið áfram í dag

Um 110 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku þátt í leitinni í Soginu í gær. Í dag er áformað að leita ákveðin svæði betur með köfurum og bátum en umfang leitarinnar verður mun minna en í undanfarna tvo daga. (meira…)
Breskur leigubíll á götum Eyjanna

Breskur leigubíll, sömu tegundar og þekktir eru um allt Bretland, verður á ferðinni um götur Vestmannaeyja um helgina. Bíllinn er þó ekki svartur á litinn eins og tíðkast í Bretlandi heldur rauður, enda er heimsókn þessa óvenjulega bíls hluti af kynningarátaki Vodafone í Vestmannaeyjum um helgina. (meira…)
�?rír frá ÍBV á landsliðsæfingu í körfu

Laugardaginn 22.september og sunnudaginn 23.september næstkomandi mun fara fram landsliðsúrtak fyrir drengi fædda 1992. Æfingarnar fara fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Þrír leikmenn frá okkur voru valdir í þennan 30 manna æfingahóp en það eru þeir Kristján Tómasson, Ólafur Sigurðsson og Teitur Guðbjörnsson. (meira…)
Bændaglíman 2007 á laugardag

Þessir eitt sinn stórefnilegu piltar en nú stórbændur hafa ákveðið af mikilli hógværð að gefa kost á sér sem bændur GV árið 2007. Þegar þeir á annað borð gáfu færi á sér í þennan leik alþýðumanna voru þeir klárlega þeir einu sem til greina komu enda hlaðnir miklum kostum. Sérstaklega eru það miklir golf- og […]
Bergur VE hæstur ísfisktogara

Tjaldur SH skilaði hæstu meðalverði þeirra fiskiskipa sem stunduðu reglulegar veiðar á árinu 2006 eða 259 krónum á kílóið. Hann var á netaveiðum á grálúðu. samantekt Fiskifrétta um afla og aflaverðmæti báta á árinu 2006 sem unnin er úr gögnum Hagstofu Íslands kemur fram að Glófaxi VE með næsta hæsta meðalverðið í flokki báta, 176 […]
Leit heldur áfram í dag

Leit að manni á sextugsaldri sem féll í Sogið í gær hófst að nýju nú upp úr klukkan sjö í morgun. Leit úr lofti og á vatni var hætt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi en leitað var frá landi til klukkan fjögur í nótt. Vakt var á Sogsbrú í alla nótt. (meira…)
Meta hættu á ofanflóði í Vík

Hluti byggðar í Vík í Mýrdal þarfnast frekari skoðunar vegna hættu á ofanflóðum. Þetta kemur fram í greinargerð sem Veðurstofa Íslands hefur sent sveitarstjórninni í Mýrdalshreppi. (meira…)
Reiðhöll rís við Miðkrika

Fyrsta skóflustungan að nýrri reiðhöll við Miðkrika á Hvolsvelli var tekin föstudaginn 7. september sl. Það var Bergur Pálsson formaður Skeiðvangs ehf. sem reið á vaðið en Skeiðvangur er nýstofnað einkahlutafélag um byggingu og rekstur hallarinnar. (meira…)
Vinnuhópur um áliðnað

Bæjarráð Ölfus hefur skipað vinnuhóp til þess að ræða við þá aðila sem óskað hafa eftir að koma af stað áliðnaði í sveitarfélaginu. Það eru fyrirtækin Þórsál og Alcan. Ólafur Áki Ragnarsson mun leiða vinnuhópinn með þau Birnu Borg Sigurgeirsdóttur, Stefáni Jónssyni, Páli Stefánssyni og Dagbjörtu Hannesdóttur innanborðs. (meira…)
Torfæran

Tvær síðustu umferðirnar í heimsbikarmótinu í torfæru fara fram við Hellu á laugardag og sunnudag. Flugbjörgunarsveitin á Hellu stendur fyrir keppninni. Þrjátíu keppendur eru skráðir til leiks, þar af fimm erlendir.Á sunnudag mun samgönguráðherra einnig vígja nýja motocrossbraut á svæðinu. (meira…)