Gríðarmikil aurskriða

Eftir mikla rigningu á miðvikudag í síðustu viku féll gríðarmikil aurskriða úr Vörðufelli á Skeiðum aðfaranótt fimmtudags. Hafliði Kristbjörnsson, bóndi á Birnustöðum, hefur búið undir fjallinu í rúm 70 ár og man hann ekki aðra eins skriðu. (meira…)

Leit að veiðimanni hefur engan árangur borið

Um 100 björgunarsveitarmenn leita nú veiðimanns sem féll í Sogið við Bíldsfell um kl. 17 í dag. Björgunarsveitir í nágrenninu voru þegar kallaðar út auk þess sem lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang. (meira…)

Uppstokkun á Fréttum

Nokkur uppstokkun verður á Fréttum nú þegar Júlíus Ingason tekur við ritstjórn Vaktarinnar af Jóhanni Inga Árnasyni sem er fluttur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni og er sestur á skólabekk. Auk þess tekur Júlíus við ritstjórn eyjafrétta.is. (meira…)

Pökkuðu hassi og LSD með kaffi og harðfiski og sendu með flugvél til Eyja

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann og konu í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt. Fólkið faldi rúm 10 grömm af amfetamíni, tæp 3 grömm af hassi, 1 gramm af maríjúana og 4 skammta af LSD í kaffipakka og pakkaði inn ásamt harðfiski og sælgæti og sendu til Vestmannaeyja með flugvél frá Reykjavík. (meira…)

Mótvægisaðgerðir dropi í hafið

Útvegsbændur í Vestmannaeyjum segja að á undanförnum 6 árum hafi samfélagið í Eyjum fært fórnir upp á 3,1 milljarð króna í formi byggðakvóta, línuívilnunar og ýmissa bóta, meðal annars vegna brests í rækju og skelveiðum, útflutningsálags (sem nú hefur verið fellt niður) og þróunarsjóðsgjalds sem síðar varð að veiðigjaldi. (meira…)

Munaði mjóu við Markarfljót

Mikil mildi þykir að bíll skuli ekki hafa hafnað ofan í Markarfljóti aðfaranótt mánudags, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Ökumaður sofnaði undir stýri, ók útaf og endaði liðlega 30 metrum frá árbakkanum. (meira…)

Skólavistun í Sunnulækjaskóla

Í upphafi næsta árs er stefnt að opnun skólavistar fyrir nemendur í 1. – 4. bekk í Sunnulækjaskóla. Með því verður biðlista eftir plássi á Bifröst, skólavistun við Vallaskóla, útrýmt segir Þorvaldur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar. (meira…)

Handverksmarkaður ÁTVR

S.l. tvö ár hefur Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu staðið fyrir handverksmarkaði Eyjamanna í Reykjavík. Þessi dagar hafa tekist ákaflega vel og hefur verið ákveðið að endurtaka í ár. Markaðurinn verður í Mjóddinni 10. nóvember frá kl. 10.00-16.30 (meira…)

Unglingar, ungir drengir og of ungur á bifhjóli

Að venju hafði lögreglan eftirlit með veitingastöðum bæjarins og þurfti í einu tilviki að hafa afskipti af einstaklingi sem ekki hafði aldur til að vera inni á einum af veitingastöðunum. Þá var lögreglan kölluð til vegna svokallaðs “unglingapartýs” og var ungmennum sem þar voru vísað út og til síns heima. (meira…)

Magnús Kristinsson kaupir í Arctic Trucks

Eignarhaldsfélag í eigu Magnúsar Kristinssonar, hefur samið um kaup á 40% hlut í Arctic Trucks. Emil Grímsson, aðaleigandi Arctic Trucks, mun áfram verða meirihlutaeigandi í félaginu (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.