Harður fjögurra bíla árekstur í hádeginu

Nokkuð harður árekstur fjögurra bíla varð á Strembugötu við Höllina í hádeginu í dag. Áreksturinn varð með þeim hætti að þremur bílanna hafði verið lagt við vegarkantinn þegar sá fjórði skall aftan á aftasta bílnum. Sá flaug áfram á næsta bíl fyrir framan, sem svo aftur skall á fremsta bílnum. (meira…)

Toyota styrkir landssöfnun Kiwanis

Sparisjóðirnir á Íslandi, Toyota, Olís og Bónus verða bakhjarlar landssöfnunar Kiwanis-hreyfingarinnar til stuðnings geðsjúkum og aðstandendum þeirra sem fram fer dagana 4.-7. október. Kjörorð söfnunarinnar er Lykill að lífi og er hún haldin í tengslum við alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október. Kiwanis-hreyfingin á Íslandi hefur allt frá árinu 1974 staðið fyrir landssöfnun þriðja hvert ár með […]

Jafngildir 200 milljarða tekjutapi á höfuðborgarsvæðinu

ÞAÐ er alveg klárt og kvitt að þær mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur boðað í tengslum við kvótaskerðingu á þorski eru ekki boðlegar og þær eru því miður nánast dónaskapur og lítilsvirðing við stærstan hluta landsbyggðarinnar. Stokka verður spilin upp á nýtt og gera úttekt á málinu í samráði við sveitarfélögin, útvegsmenn og verkafólk. Það duga […]

Réttaball í Árnesi

Kjaftfullt var á réttadansleik með hljómsveitinni Á móti sól í Árnesi á föstudag. Ungir sem aldnir skemmtu sér æðislega vel eins og sést á myndum sem komnar eru inn á ljósmyndasíðu Suðurland.is. Skoða myndir. (meira…)

Margrét Lára skoraði þrennu þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn

Valur tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en lykillinn að sigri Vals í sumar er án efa frábær spilamennska Eyjastúlkunnar Margrétar Láru Viðarsdóttur. Margrét gerði sér lítið fyrir og bætti eigið markamet í Íslandsmótinu um fjögur mörk, skoraði 38 mörk í aðeins 16 leikjum. Valur burstaði Þór/KA í kvöld 10:0 og skoraði Margrét þrennu […]

Sigurður Ari skoraði tíu mörk í fyrsta leik

Sigurður Ari Stefánsson byrjaði leiktímabilið hjá norska handknattleiksliðið Elverum af miklum krafti þegar liðið lagði Bodö á útivelli 31:33 í norsku úrvalsdeildinni á laugardag. Sigurður Ari gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í fyrsta leiknum og var markahæstur Elverum. (meira…)

Afmælisball Klaufanna

Kántrýsveitin Klaufar var á heimavelli á laugardag þegar sveitin spilaði á fjölmennum dansleik í Hótel Selfoss. Talið er að liðlega fimm hundurð manns hafi mætt á dansleikinn sem var liður í dagskrá afmælishátíðar Selfossbæjar. Skoða myndir. (meira…)

Kröfu Dala Rafns vísað frá í héraðsdómi Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi kröfu á hendur Olís og Kers áður Esso, um bætur vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Útgerðin Dala-Rafn frá Vestmannaeyjum stefndi olíufélögunum tveimur og Skeljungi, vegna samráðsins. Dala-Rafn keypti skipagasolíu af skeljungi á árunum 1996 til 2001, en bensín og díselolíu af félögunum öllum á tímabilinu. Samkeppniyfirvöld sektuðu olíufélögin fyrir […]

Kétkrókur á skilorði

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með því að setla hangikjötslæri í Bónus í Hveragerði. Þetta er þriðji dómur mannsins fyrir þjófnað. (meira…)

Björgunaraðgerðir tókust vel

Í morgun hófust björgunaraðgerðir í höfninni en þar höfðu tveir hvalir verið fastir síðustu tvo sólarhringa. Kallað var til björgunarbátsins Þórs auk Lóðsins, hafnsögubátsins í Vestmannaeyjum og auk þess tóku fimm aðrir smábátar þátt í aðgerðinni. Smölunin hófst rétt fyrir níu í morgun og um hálf ellefu syntu hvalirnir út úr hafnarmynninu. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.